Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1975, Qupperneq 9

Æskan - 01.09.1975, Qupperneq 9
liðveislu og gaf mörgum gjafir og fékk af hina mestu sæmd. Situr Gunnar nú heima f sæmd sinni. Hestavíg Starkaður hét maður. Hann var Barkarson. Hann bjó undir Þríhyrningi. Kona hans hét Halibera. Syn- ir þeirra Starkaðar og Hallberu voru þeir Þorgeir og Börkur og Þorkell. Hildigunnur læknir var systir þeirra. Þeir voru ofsamenn miklir í skapi, harðlyndir og ódælir. Þeir sátu yfir hlut manna. Egill hét maður. Hann var Kolsson. Egiii bjó í Sandgili. Synir þeirra votti þeir Kolur og Óttar og Haukur. Móðir þeirra var Steinvör, systir Starkaðar undir Þríhyrningi. Synir Egils voru miklir menn og kappsamir og hinir mestu ójafnaðarmenn. Þeir voru að einu máli og synir Starkaðar. Systir þeirra var Guðrún náttsól. Hún var kvenna fríðust og kurteis- ust. Egill hafði tekið við austmönnum tveimur. Hét annar Þórir, en annar Þorgrímur. Þeir voru frum- ferlar út hingað vinsælir og auðugir. Þeir voru vígir vel og fræknir um allt. Starkaður átti hest góðan,, rauðan að lit, og þótti þeim svo, sem enginn hestur myndi hafa við þeim I vígi. Einhverju sinni var það, að þeir bræður úr Sand- gili voru undir Þríhyrningi. Þeir höfðu viðurmæli mikið um alla bændur í Fljótshllð, og þar kom, að Þeir töluðu, hvort nokkur myndi vilja etja hestum við þá. En þeir menn voru, að mæltu það til sóma Þeim og eftirlætis, að bæði myndi vera, að enginn niyndi þora við að etja, enda myndi enginn eiga því- líkan hest. Þá mælti Hildigunnur: „Veit ég þann mann, er Þora mun að etja yður.“ „Nefn þú þann,“ segja þeir. Hún svarar: „Gunnar á Hlíðarenda á hest brúnan og mun hann þora að etja við yður og við alla aðra.“ „Svo þykir yður konum,“ segja þeir, „sem enginn ftiuni vera hans maki. En þó að auvirðilega hafi farið fyrir honum Geir goði eða Gissur hvfti, þá er eigi ráðið, að oss fari svo.“ „Vður mun first1) fara,“ segir hún — og varð Þeim að hin mesta deila. Starkaður mælti: „Á Gunnar vildi ég að þér leit- uðuð síst manna, því að erfitt mun yður verða að ganga í móti giftu hans.“ „Leyfa munt þú oss, að vér bjóðum honum hesta- at?“ segja þeir. 1) first = fjærst, ySur mun first fara = ySur mun toest skorta. „Fögur er hlíðin“. „Þeir ríða fram at Markarfljóti. Þá drap hestr Gunnars fceti, og stökk hann af baki. Honum var litit til hliðarinnar og bæjarins at Hliðarenda. Þd mælti hann: „Fögr er hliðin, svá at mér hefir hon aldri jafnfögr sýnst, bleikir akrar, enn slegin tún, ok mun ek riða heim aftr ok fara hvergi.“ Njáls saga. „Leyfa," segir hann, „ef þér prettið hann í engu.“ Þeir kváðust svo gera mundu. Riðu þeir nú til Hlíðarenda. Gunnar var heima og gekk út. Koiskeggur og Hjörtur gengu út með hon- um — og fögnuðu þeim vel og spurðu, hvert þeir ætluðu að fara. „Eigi lengra," segja þeir, „oss er sagt, að þú eig- ir hest góðan, og viljum vér bjóða þér hestat.“ „Litlar sögur mega ganga frá hesti mínurn," seg- ir Gunnar, „hann er ungur og óreyndur að öllu.“ „Kost munt þú láta að etja,“ segja þeir, „og gat þess til Hildigunnur, að þú myndir góður af hestin- um.“ , Hví töluðu þér um það?“ segir Gunnar. „Þeir menn voru,“ segja þeir, „að það mæltu, að þú myndir eigi þora að etja við vorn hest.“ „Þora mun ég að etja,“ segir Gunnar, „en gráiega þykir mér þetta mæit.“ „Skulum vér til þess ætia,“ segja þeir, „að þú munir etja.“ „Þá mun yður þykja för yðar best,“ segir Gunnar, 7

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.