Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Síða 10

Æskan - 01.09.1975, Síða 10
„ef þér ráðið þessu. En þó vil ég þess biðja yður, að vér etjum svo hestunum, að vér gerum öðrum gam- an, en oss engin vandræði, og þér gerið mér enga skömm. En ef þér gerið til mín sem til annarra, þá er eigi ráðið nema ég sveigi það á yður, að yður mun hart þykja undir að búa. Mun ég þar eftir gera, sem þér gerið fyrr.“ Ríða þeir nú heim. Starkaður spurði, hversu þeim hefði farist. Þeir sögðu, að Gunnar gerði góða ferð þeirra, — „hann hét að etja hesti sínum og kváðum vér á, nær það hestavíg skyldi vera. Fannst það á í öllu, að honum þótti sig skorta við oss, og baðst hann undan vandræðum." „Það mun oft á finnast," segir Hildigunnur, „að Gunnar er seinþreyttur til vandræða, en harðdræg- ur, ef hann má eigi undan komast." Gunnar reið að finna Njál og sagði honum hesta- atið og hversu orð fóru með þeim — „eða hversu ætlaðir þú að fari hestaatið?" „Þú munt hafa meira hlut,“ sagði Njáll, „en þó mun hér margs manns bani af hljótast." „Mun nokkuð hér af hljótast minn bani?“ segir Gunnar. „Ekki mun það af þessu hljótast,“ segir Njáll, „en þó munu þeir muna fornan fjandskap og nýj- an munu þeir að þér færa, og munt þú ekki annað mega en hrökkva við.“ Gunnar reið þá heim. Nú ríða menn til hestavígs og er þar komið fjöl- menni mikið. Var þar Gunnar og bræður hans og Sigfússynir, Njáll og synir hans allir. Þar var kom- inn Starkaður og synir hans, Egill og hans synir. Þeir ræddu til Gunnars, að þeir myndu saman leiða hrossin. Gunnar svaraði, að það væri vel. Skarphéðinn mælti: „Vilt þú, að ég keyri hest þinn, Gunnar frændi?" „Eigi vil ég það,“ segir Gunnar. „Hér er þó betur á komið.“ segir Skarphéðinn, „vér erum hvorir tveggja hávaðamenn." „Þér munuð fátt mæla,“ segir Gunnar, „eða gera, áður en yður munu vandræði af standa, en hér mun verða um seinna, þó að allt komi fyrir eitt.“ Síðan voru hrossin saman leidd. Gunnar bjó sig að keyra, en Skarphéðinn leiddi fram hestinn. Gunn- ar var í rauðum kyrtli og hafði digurt silfurbelti um sig og hestastaf mikinn í hendi. Slðan rennast að hestarnir og bltast lengi, svo að eigi þurfti á að taka, og var það hið mesta gaman. Þá báru þeir saman ráð sitt, Þorgeir og Kolur, að þeir myndi hrinda hesti sínum, þá er á rynnist hestarnir, og vita, ef Gunnar félli fyrir. Nú rennast á hestarnir og hlaupa þeir Þorgeir og Kolur þegar á lend hesti sínum og hrinda sem þeir mega. Gunnar hrindir nú og sínum hesti í móti, og verður þar skjótur atburður, sá að SÁ HLÆR BEST SEM SÍÐAST HLÆR þeir Þorgeir féllu báðir á bak aftur og hesturinn á þá ofan. Þeir spretta upp skjótt og hlaupa að Gunn- ari. Gunnar varpaði sér undan og þrlfur Kol oQ kastar honum á völlinn, svo að hann liggur í óviti. Þorgeir Starkaðarson laust hest Gunnars, svo að út hljóp augað. Gunnar laust Þorgeir með stafnum. Fell- ur Þorgeir í óvit. En Gunnar gengur til hests síns og mælti við Kol- skegg: „Högg þú hestinn. Ekki skal hann lifa við örkuml." Kolskeggur hjó höfuðið af hestinum. Þá komst á fætur Þorgeir og tók vopn sín og vildi að Gunnari. En það var stöðvað og varð þröng mikll. Skarphéðinn mælti: „Leiðist mér þóf þetta og er miklu drengilegra, að menn vegist með vopnurn." Gunnar var kyrr, svo að honum hélt einn maður, og mælti ekki orð, það er áfátt væri. Njáll mselti. að þeir skyldu sættast og setja grið. Þorgeir kvaðst hvorki vildu selja grið né taka, kvaðst heldur vilja Gunnar dauðan fyrir höggið. Kolskeggur mælti: „Fastara hefur Gunnar staðið, en hann hafi fallið fyrir orðum einum og mun enn svo.“ Nú ríða menn af hestaþingi, hver til síns heima- Veita þeir Gunnari engrar atfarar. Liðu svo þau mlss- eri. Á þingi um sumarið fann Gunnar Ólaf pá, mág sinn, og bauð Ólafur honum heim, en bað hann vera varan um sig, — „þvf að þeir munu gera þér slíkt illt, er þeir mega, og far þú fjölmennur jafnan.' Ólafur réð honum mörg heilræði og mæltu þeir til hinnar mestu vináttu með sér. (Framhald)

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.