Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Síða 27

Æskan - 01.09.1975, Síða 27
Þótt einstaka gangandi vegfarandi virði ekki regluna að bíða þegar umferðarljós gefa það til kynna, verður hann aðeins til athlægis og vafalaust kemur það honum i koll fyrr eða síðar, það er ekki þess virði að feta í fót- spor hans. Það er jafnmikil skylda gangandi vegfarenda, að bíða eftir grænu ljósi, eins og ö^cumanna. Við skulum þv í ávallt bíða róleg á meðan rautt ljós eða "BÍÐTÐ" stendur á götuvitanum. 27ZJD^ Ekki má samt ana af stað strax og rauða ljósið hverfur og gula ljósið kviknar, heldur verðum við að bíða þar til græna ljósið kemur. Þá litum við til beggja hliða og einnig aftur fyrir okkur, ef ske kynni, að ökutæki úr sömu átt og við, ætlaðí að beygja í veg fyrir okkur. Það er staðreynd sem við verðum að beygja okkur fyrir, að það er aldrei hægt að vera öruggur um skoðanir eða gerðir annarra í umferðinni. Ef við verðum að fara yfir akbraut, þar sem engin gangbraut er í nánd og jafnvel þar sem kyrrstæðar bifreiðar eru, verðum við að sýna ítrustu varkárni, þar eð vænta má að ökumenn sjái siður til okkar og við höfum einnig minna útsýni yfir akbrautina. Þar sem við getum átt á hættu að ökutæki þurfi að bakka, t.d. þegar verið er að aka því út úr stæði, inn eða út úr inn- keyrzlu, verðum við að vera sérlega varkár. Ökumenn vörubifreiða, strætis- vagna o.fl. eiga oft erfitt með að sjá nægilega vel aftur fyrir bifreiðar sinar og þess vegna verðum við að gæta að okkui'. Það er mun erfiðara fyrir ökumann að stöðva bifreiðina þegar.hált er, hemlunar- vegalengdin getur orðið allt að helmingi lengri. Þetta verðum við að hafa hugfast, þegar við ætlum yfir akbraut, sem er hál vegna bleytu, ísingar eða snjókomu. Við eigum einnig erfiðara með að ganga röskiega yfir ef hált er. (Framh.)

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.