Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Síða 29

Æskan - 01.09.1975, Síða 29
innar frá Akureyri og Leiðarstjörnunnar frá Dalvík. Alls voru þátttakendur um 60 — 10 fullorðnir og 40 ^-50 börn og unglingar. Mótsstjóri var Arnfinnur Arn- finnsson umdæmistemplar, en gestir Hilmar Jóns- son frá Keflavík og Kristinn Vilhjálmsson úr Reykja- vík. Á Laugalandi er ágætis aðstaða til leikja. Hand- bolta- og knattspyrnuvöllur á hlaðinu og útilaug nokkra tugi metra frá skólabyggingunni. Og vitaskuld fengum við gott veður, 20 stig sögðu þeir sem þurfa enga mæla, finna bara hitann á sér. Á laugardaginn voru alls kyns leikir á dagskrá, en um kvöldið voru ágæt skemmtiatriði í skólanum. Þar kom hver barnastúka fram með sitt ákveðna prógram. Á sunnudaginn var skroppið til Möðruvalla þar sem sóknarpresturinn sagði sögu staðarins og flutti síðan stutta guðsþjónustu. Þegar komið var heim fóru gæslumennirnir í hörku handbolta við unglingana og að sjálfsögðu vann „gamla fólkið“ leikinn. Öllum bar saman um að þetta hefði verið ánægju- legt mót og slík starfsemi þyrfti að halda áfram í framtíðinni. Meðfylgjandi myndir eru flestar teknar af mótsgestum á Möðruvöllum. H. J. ------------------------------------------------------♦> Það var einu sinni konungur, sem átti son, er aldrei var ánægður. Hann átti reiðhest, hann átti bát — iá, hann átti allt, sem hann gat ósk- að sér. En hann var hvorki glaður hé hamingjusamur. Alltaf mátti sjá á honum fýlu- og óánægjusvipinn, hvar sem hann var staddur og hvernig sem á stóð. Faðir hans fann upp ótal ráð, og reyndi allt sem hugsast gat til þess að koma honum í gott skap, en ekkert dugði. Dag nokkurn kom vitringur til hallarinnar. Þegar hann heyrði, hvernig ástatt var með prinsinn, kom hann að máli við konunginn °9 sagði: „Ég skal reyna að gera son yðar hamingjusaman." Og svo 9erði hann nokkuð, sem vakti furðu Þeirra, er viðstaddir voru. Fyrst skrifaði hann með einhverju hvítu VILTU VERÐA HAMINGJUSAMUR? efni stafi á pappírsörk. Enginn gat séð eða lesið, hvað þetta var. Síð- an sagði vitringurinn prinsinum að fara inn í dimmt herbergi. Þar skyldi hann kveikja Ijós, og halda örkinni fast upp að Ijósinu, þá myndi hann geta lesið það, sem þar væri skrif- að. Prinsinn gerði nú eins og vitri maðurinn hafði fyrir hann lagt, og beið nú með eftirvæntingu eftir því, sem hann fengi að sjá. Þegar hann bar örkina að Ijós- inu, sá hann glöggt hina hvitu stafi eins og í bláleitum bjarma, og hann gat lesið mjög greinilega: „Gerðu daglega einhverjum meðbræðra þinna eða systra greiða." Prinsinn fylgdi ráði vitringsins, og brátt varð hann hamingjusam- asti maður í öllu konungsríkinu. 27

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.