Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1975, Page 34

Æskan - 01.09.1975, Page 34
FYRSTU ARIN NÝJASTA ÚTGÁFAN Flestir hafa örugglega heyrt þeirra getið áður, og þá helst í sambandi við Eurovision söngvakeppnina 1972, þar sem þeir hötnuðu í fyrsta sæti. Síðan þá hefur lítið heyrst frá þeim, þar til nú nýlega að þeir gáfu út plötu er ber nafnið „Once upon a star“. Sigldi sú plata hraðbyri upp á topp- inn og náði fyrsta sæti eftir nokkrar vikur frá út- gáfu hennar. Þeir félagar í B. C. R. hafa nýlokið hljómleikaferðalagi um gjörvallt Bretland, en löngu áður en hljómleikaferðalagið byrjaði höfðu allir mið- ar selst upp. B. C. R. er líkt við Bítlana hvað vin- sældir þeirra og lætin á hljómleikum þeirra snertir. Aðdáendurnir féllu í yfirlið hver á fætur öðrum, sérstaklega stelpurnar, er B. C. R. komu fram á svið- ið og hófu leik sinn. Sagt er að aldur aðdáenda þeirra nái allt niður í 9—10 ára. Nú bíða menn bara spenntir eftir því hvernig B. C. R. verður tekið í Bandaríkjunum, það er nefnilega stóra spurningin hvort þeir ná jafn miklum vinsældum vestan hafs og í Bretlandi. En þeir munu væntanlega fara þang* að einhvern tíma í sumar. LEO SAYER Leo Sayer er breytilegur maður, í raun og veru var hann fyrstur til að viðurkenna það. Hann hefur orðið fyrir nokkrum breytingum á leið sinni á topp- inn, t. d. trúðurinn með hvíta andlitið, nett ástar' skáld í Gatsby-stíl og nú aðeins venjulegur piltur í fallegum jakka og gallabuxum. Nú er Leo að reyna að koma undir sig fótunum. hverfa frá glitrinu og fígúruhættinum. Hann hefur stofnað nýja hljómsveit sem mun verða honum ^ aðstoðar og getur væntanlega framfylgt áformum 32

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.