Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 36

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 36
að lá ekki vel á Lilla. Hann var hálf önugur, þegar hann veitti því athygli, að Nonni bróðir hans, sem var þrem árum aldri, og var því orðinn 12 ára gamall, lædd- ist hljóðlega út um aðaldyrnar. Nonni var að fara I búðir með það fyrir augum að kaupa gjöf handa mömmu og pabba, en þau áttu 14 ára brúðkaupsafmæli þennan dag. Fyrir tveim mánuðum hafði Nonni trúað Lilla fyrir leyndarmálinu, sem var það, að hann hefði ásett sér að aura saman fyrir gjöf handa for- eldrunum. Lilla fannst þetta vera stórsnjöll hugmynd og ásetti sér að gera það sama. En hvað skeði? Hann hafði safnað saman 4,70 fyrstu vikuna, aðra vikuna eignaðist hann 3,50, þriðju vikuna aðrar 3,50. Fjórðu vikuna var hann boðinn í afmæli, og auðvitað varð hann að kaupa gjöf. Það voru 4 vikur til stefnu, svo Lilla fannst, að hann hefði nægan tíma. Svo leið tíminn og tvær vikur voru eftir til að safna í sjóðinn. En þá komu dag nokkurn svo Ijóm- andi sniðugar baunabyssur I búðar- glugganum á „horninu," og allir strákarnir i götunni keyptu sér byssu, og þá gat Lilli ekki skorist úr leik og keypti líka byssu. Allt í einu var afmælisdagurinn kominn, og Nonni var farinn í bæ- inn að kaupa fallega gjöf handa bestu mömmunni og besta pabb- anum í heimi. Lilli átti nákvæmlega 1,70 og hvað heldur þú að hægt sé að kaupa fyrir 1,70? „Kort,“ sagði hann við sjálfan sig. „Blómakort með gylltri rönd, það getur þú keypt, Lilli sæll.“ En hvað hefði eitt vesælt kort að segja á móti fínni gjöf frá Nonna? Ekki myndi það standast samanburð. Hann gat ekki látið vera að hugsa um baunabyssuna, sem hafði eyði- lagst daginn eftir að hann keypti hana. Mikið gat hann verið vitlaus. Hann settist á bakdyratröppurnar og fór að hugsa um, hvað Nonni myndi nú kaupa. Honum lá við gráti, en í sömu andránni heyrði hann í bílnum og vissi, að það var mamma Hann hljóp út að hliðinu og hélt því opnu. Mamma hans stöðvaði bilinn við bílskúrinn. Gjafakortin „Komdu og hjálpaðu mér, Lilli minn,“ sagði hún. „Bíllinn er svo óhreinn, og ég er að koma með föt úr hreinsun, svo ég er hrædd um að óhreinka fötin, ef þau koma við bílinn, þegar ég tek þau út.“ Lilli flýtti sér að bílnum og hélt opinni hurðinni á meðan hún tók fötin út, síðan hljóp hann upp tröppurnar og opnaði útidyrahurð- ina. „Æ-i, vinur minn,“ sagði mamma um leið og hún gekk fram hjá eld- húsinu, „allur uppþvotturinn eftir, og ég sem hef svo mikið að gera.“ Lilli gaut augum í skyndi að diska- hrúgunni um leið og hann snarað- ist út til þess að loka bílnum. Það var vissulega rétt, sem mamma sagði, bíliinn var afskaplega ó- hreinn. Það var örugglega langur tími liðinn síðan hann hafði verið Sænska söngstjarnan I n g e I a B r a n d e r heimsótti (sland fyrir nokkrum árum. Það skemmtileg- asta, sem hún upplifði á íslandi, var að koma á hestbak. Nú hefur Ingela Brander keypt sér íbúð [ Sviss, o^ mun syngja þar í iandi og á (talíu. þveginn og bónaður. Pabbi hafði alltaf svo mikið að gera. Ekki hafði hann tíma tii að þvo bílinn. „En — ef. En — ef.“ Lilli hljóp inn og leit á klukkuna, hana vant- aði tíu mínútur ! fimm. Hann varð að flýta sér. í búðinni á horninu keypti Lilii kort með bláum fuglum og gylltri rönd ásamt áletrun: Ástar- kveðja til mömmu og pabba a hátíðisdegi þeirra. — Þetta var nú ekki mikið, en það var einmitt það, sem hann þurfti að fá. Þegar móðir hans kallaði á hann til að borða klukkustund síðar, sá hann hvar Nonni, sæll á svip, lét pakkann með gjöfinni til mömmu og pabba á borðið. Pabbi tók bréfið utan af pakkanum, en Lilli og Nonni horfðu á hann með eftirvæntingu í svipnum- Gjöfin reyndist vera litil skál 'úr hnotuviði, Ijómandi falleg. Mamma og pabbi urðu mjög glöð, og bæði þökkuðu þau Nonna fyrir valið á gjöfinni, og hældu honum fýrjr smekkvísi. Lilli tók kortið upp úr vasa sínum, og rétti mömmu sinni það. Foreldrarnir voru mjög alvar- leg á svipinn, þegar mamma opn- aði umslagið. Vissulega var þetta engin gjöf, en þau létu ekki á Þv' bera. En í umslaginu voru, fyrir ut- an kortið, tveir hvítir miðar, og var skrifað á annan: „Mamma," en á hinn: „Pabbi.“ Mamma las upphátt. það sem á miðana var skrifað: „Ábyrgur fyrir viku-uppþvotti í eid* húsinu. Lilli.“ Pabbi las: „Tek að mér að sjá um þvott og bónun á bílnum. Lilli.“ „En dásamlegt," sagði mamma- „Get ég byrjað að njóta gjafarinnar í dag?“ „Auðvitað," sagði Lilli brosandi. „ég ætla að taka bílinn í gegn á laugardaginn." Klukkustundu síðar, þegar LiHj var að Ijúka uppþvottinum, brosti hann með sjálfum sér, þegar honum varð litið á foreldrana, þar sem ÞaU sátu svo ánægð og glöð og nutu þess að horfa á sjónvarpið. Mamma virðist vera ánægð að sleppa við uppþvottinn, hugsaði Lilli hamingju' samur. Ef til vill var gjöfin hans skrítin, en honum virtist þó, að for' eldrarnir kynnu að meta hana oQ jafnvel taka hana fram yfir eitthvað annað. Hrefna Tynes þýddi■ 34

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.