Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1975, Page 40

Æskan - 01.09.1975, Page 40
JSKBM mam 9. Næst þegar hjónin fóru að heiman í boð, vildi frúin, að dóttir sín yrði heima, einsömul með kisu. Kisa sat á arinhellUnni og var ekki með hýrri há. Þegar leið að kveldi bankaði tröllið á dyrnar. 10. „Opnið fyrir mér og mínum löngu lærum, ann- ars sparka ég dyrunum upp!“ sagði tröllið. „Gef þú mér gott ráð,“ sagði stúlkan við kisu. En kisa svaraði út í hött: „Éttu sjálf þinn mat, og sleiktu sjálf þitt fat, og sjálf skaltu ráða fram úr þessu.“ 11. Stúlkan hugsaði sem svo, að best væri að hleypa tröllinu inn. Það fór eins og áður að það bsS um stól til að sitja á. „Gefðu mér gott ráð, kisa,“ sagð' stúlkan. „Haf þú þín eigin ráð,“ sagði kisa. 12. Stúlkan tók fram fínasta stólinn í stofunni °9 bauð tröllinu að setjast. Stóllinn brotnaði strax. „Aldrel hef ég setið svona illa og á það víst ekki eftir held' ur,“ sagði tröllið, þegar það stóð á fætur. Svo settist það bara á gólfið og bað um mat. 13. „Já, komu með mat handa mér og löngu, gi^u lærbeinunum mínum." — „Hvaða mat á ég að 9e*a því, segðu mér það, kisa.“ En kisa svaraði bara, að því yrði hún sjálf að ráða. 14. Þá bar stúfkan fram allan þann besta mat, sem hún fann í búrinu. Það voru pylsur og kjötlæri og rjómagrautur og fleira góðgæti. En tröllið urraði bara í skegg sér: „Aldrei hef ég fengið svona slæman mat að éta og á það víst ekki eftir heldur.“ Svo fór það að geispa og teygja sig, fetta og bretta. 15. „Hvar get ég sofið með löngu lærin mín gildu?“ spurði tröllið, þegar líða tók á kvöldið. Ekki vildi kisa ráðleggja stúlkunni neitt um sængurföt, svo að hún vísaði bara tröllinu til svefns í besta rúminu í húsinJ; 16. „Aldrei hef ég sofið eins illa, og á það vonan 1 ekki eftir,“ urraði tröllið um leið. og það fór á f&iur um miðnættið og flýtti sér heimleiðis. En engir PeU ingar voru sjáanlegir í rúminu, þar sem tröllið hafö legið. 17. Þegar hjónin komu heim, sagði stúlkan ÞeirT1’ að kisa hefði ekki viljað gefa sér nein góð ráð. „Nei,“ svaraði kisa. „Sjálf etur hún sinn mat og sft' sleikir hún sitt fat, og sjálf getur hún gefið sér 9°° ráð.“ (Endir) 38

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.