Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1975, Qupperneq 48

Æskan - 01.09.1975, Qupperneq 48
BJARNARKLÓ — Teikningar: JON SKARPRUD — Texii: BERNHARD STOKKE Þýðandi: SIGURÐUR GUNNARSSON 1. Þá reyndi höfðinginn að spyrja með bendingum. Loksins skildi Bjarnarkló, að höfðinginn vildi fá a® vita, hvaðan hann hefði komið og hve margir menn væru í ættbálki hans. Bjarnarkló rétti hendurnar mörg' um sinnum upp í loftið til að gefa til kynna að þeir væru margir. 2. Bjarnarkló gerir sér fijótt grein fyrir því, að hann muni ekki verða drepinn strax á fórnarsteininum. Líklega mundu þeir gera hann að þræli og brenna viðbjóðslegt merki á enni hans. Hann horfir í laum' til skógarins og hugsar sér að reyna að flýja, ef þess yrði nokkur kostur. 3. Maður nokkur slípaði axir á steini. Bjarnarkló veitti því athygli og þótti mjög merkilegt. Hann heiH1 vatni og sandi á steininn sitt á hvað og nuddaði svo og nuddaði af mikilli þolinmæði, þangað til öxin varð slétt og gljáandi. 4. Hermenn eru tilbúnir að þrýsta þrælsmerkinu á enni Bjarnarklóar, en höfðinginn bendir þeim að fara burt. Bjarnarkló skildi, að verkinu átti að fresta. Því næst bendir höfðinginn á hundana, á fætur drengsins og til skógarins. Loks grípur hann spjótið og ber að brjósti hans. Nú vissi hann hvers hann mátti vasnta, ef hann reyndi að flýja. 5. Höfðinginn gefur stórum hermanni bendingu um að koma og segir eitthvað við hann. Hermaðurinn fer með Bjarnarkló til þrælanna og réttir honum haka, sem gerður er úr stóru elgshorni. 6. Síðan voru þeir allir látnir pæla upp jörðina á stóru, opnu svæði. Þegar því var lokið, sléttuðu Þe'r moldina og jöfnuðu. Það gerðu þeir líka með hornhökum. Hér átti að sá hinu dýrmæta korni. 46

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.