Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1975, Qupperneq 49

Æskan - 01.09.1975, Qupperneq 49
Grimmsævintýrið: HERRA KORBES &L *ani og hæna komu sér saman um að fara í ferða- ,a9 sér til skemmtunar og heilsu- ^ótar. Haninn smíðaði þeim fallegan vagn með fjórum hjólum rauðmál- uðum og beitti fyrir hann fjórum músum. Þau settust síðan upp í vagninn og óku af stað. Þegar þau höfðu ekið um stund, aiættu þau kisu. Hún spurði þau, hvert ferðinni væri heitið. Hænan varð fyrir og sagði: Halda skal í happaleitir herramanns, sem Korbes heitir. i.Lofið þið mér að fara með ykk- UL“ sagði kisa. >,Það er guðvelkomið,“ svaraði hænan, „sestu upp í vagninn, en 9áðu að þér að detta ekki út úr honum." Nú kom myllusteinn, síðan egg og °nd og títuprjónn og seinast saum- nál, og öll fengu þau að vera með í förinni. En þegar þau komu þang- að, sem herra Korbes bjó, var hann ekki heima, karlinn. Mýsnar komu nú vagninum fyrir í vagnskýlinu og bjuggu þar um sig. Haninn og hæn- an flugu upp á bjálka. Kötturinn bjó um sig á arinhellunni, öndin í þvottaskálinni. Eggið vafði hand- klæðinu utan um sig. Títuprjónninn stakk sér í stólsetuna, en saum- nálin í koddann, og myllusteinninn hengdi sig upp yfir dyrunum. Nú kom herra Korbes heim og ætlaði að kveikja upp í arninum. En kötturinn þyrlaði öskunni framan í hann. Hann hljóp þá fram í eldhús til að þvo af sér öskuna, en þá tók öndin að busla og skvetta á hann vatninu. Hann þreif nú handklæðið ætlaði að þurrka sér en þá braut hann eggið, svo að hvítan úr því fór í augun á honum og blindaði hann. Nú settist hann á stólinn til að hvíla sig, en þá stakk títuprjónn- inn hann í rassinn. Hann var nú orðinn fokvondur og fleygði sér upp í rúm, en saumnálin stakkst þá í hnakkann á honum. Hann stökk á fætur með háhljóðum og ætlaði að flýja, en þegar hann kom í dyrnar, datt myllusteinninn ofan í skallann á honum, svo að hann seinrotaðist. En þess er getið til, að herra Korbes muni hafa verið fjarskalega vondur maður. HvaS á telpan margar krónur f spari- sjóðsbókinni sinni? GJALDDAGI ÆSKUNNAR VAR 1. APRÍL GREIÐIÐ NÚ FLJÓTT! 7. Þegar þrælarnir höfðu verið látnir vinna við þetta í marga daga, var allt fólkið í þorpinu kallað saman. Stórum, gulum fræjum var hellt úr skinnpoka á heljarmikinn stein, og síðan tendrar höfðinginn fórn- arbál. Hann slær neista með tinnuhníf. 8. Því næst taka mennirnir allmarga tinnumuni og ganga út í mýri. Þar grafa þeir þessar dýrmætu fórn- argjafir. Jafnframt kallar höfðinginn hátt og biður kornguðinn um góða uppskeru, því að nú á að sá bygg- korninu. 9- Á meðan Bjarnarkló var bundinn sem fangi í kofanum, hafði hann séð, hvernig konurnar mörðu bygg- ^ornið. Þær settu það á stóran, flatan stein. Síðan tóku þær minni stein í hönd sér og mörðu kornið, þang- a3 til það varð að Ijósu mjöli. 47

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.