Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1976, Síða 50

Æskan - 01.04.1976, Síða 50
Ég var einu sinni 99 m há, bol- urinn 27,5 m að ummáli og 60 m upp að greinum. Þegar ég óx úr grasi í Kaliforníu, átti land mitt eft- ir að bíða 942 ár eftir Kólumbusi. Þetta var árið 550. Svo stendur skrifað á risafuru- viðarsneið í Náttúrugripasafninu í New York. — Margar risafurur verða yfir 100 m hæð og eru allra trjáa gildvaxnastar. Hin hæsta, sem mæld hefur verið: „Faðir skógarins", varð 135 m á hæð eða 100 m hærri en Landa- kotskirkja í Reykjavík. Sú gildasta mældist 46 m að ummáli bols og 14,5 m í þvermál. Berið þetta sam- an við ibúðarherbergi eða skóla- stofu. Á fjórða þúsund árhringir hafa verið taldir í felldum bol. Vind- urinn hefur þotið í limi þess trés, þegar Odysseifur sigldi og Faraó- arnir voru að láta byggja pýramíd-' ana ( Egyptalandi. Það hefur lifað alla íslands byggð! Margar núlif- andi risafurur hafa vaxið upp af fræi á Krists dögum. Gerð hafa verið göng gegnum bol risafuru, svo víð að bflar aka ( gegn. 8 menn geta gengið sam- hliða á felldum bol risafuru! Dans- gólf var gert úr þversneið risafuru- bols, og komust þar fyrir 16 pör. Á heimssýningunni í Bruxelles 1958 var sýnd 9 m breið þversneið úr bol risafuru; þyngdin var 11 tonn. Fyrir tugmilljónum ára hafa margar risafurutegundir myndað mikla skóga bæði í Norður-Amer- íku, Evrópu og víðar. Það sýna leif- ar í jarðlögum. Nú eru aðeins 3 tegundir eftir, þ. e. rauðtré (red- INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Tré eldri en Islandsbyggð wood), mammúttré og vatnsgreni. Vaxa tvö hin fyrstnefndu í vestan- verðum Bandaríkjunum, þar sem raki hafvinda nær til, en vatnsgren- ið í Kína, öll á takmörkuðum svæð- um. Rauðviður þykir mjög góður til smíða, og sveppir, skordýr og eld- ur vinna lítt á honum. Börkurinn er mjög þykkur og hlífir gegn skógar- eldum. Ýmis risafurusvæði eru frið- uð. Indíánar höfðu vitanlega lengi þekkt risafurur, en kaþólskur prest- ur sá þær fyrstur hvítra manna ár- ið 1769. Vatnsgreni var þekkt sem stein- gervingur, en talið útdautt fyrir milljónum ára. En um 1940 fann kínverskur prófessor tréð snarlif- andi í „Tígurdalnum" í Kína. Eftir stríðið voru stór svæði þarna rann- sökuð, og fann bandarskur leið- angur um 1000 tré á 800 ferkíló- metra svæði 1947—1949. Fundur trésins þótti heimsfrétt. Tígurdalur- inn var gerður að ktnverskum þjóð- garði, og grasgarðar um allan heim kepptust við að ná ( fræ. Eru nú vatnsgreni víða í uppvexti, og hafa fáein eintök jafnvel verið gróðursett á íslandi, en líklega er hér of kalt fyrir það. Rauðtré og mammúttré þrífast vel víða í vestanverðri Ev- rópu, t. d. í Englandi og I Dan- mörku. Ungplönturnar eru þó mjög viðkvæmar. Til er tré, broddfura að nafni, sem ef til vill verður enn eldri en risafurur, en er miklu minni. All- margar broddfurur eru f uppvexti á (slandi og virðast þrífast vel, t. d. í Hallormsstaðaskógi. Sveina litla hafði fengið að fara í dansskóla og mamma fór þangað með henni í hvert skipti til þess að horfa á. Einu sinni sagði hún Sveinu að það þætti ekki kurteisi að dansa þegjandi, eins og hún gerði. Hun yrði að venja sig á það að tala vi® dansnaut sinn. í næsta skipti tók mamma eftir því að sami drenguf' inn kom og bauð Sveinu í dans í hvert skipti og dansað var. Hún tók líka eftir því sér til ánægju, að nu var Sveina farin að tala í dansinum- Þegar þær komu heim spurð' mamma: — Hvernig stóð á því að sami drengurinn dansaði alltaf við Þ'9 ■ — Það er af því, að ég er að segja honum framhaldssögu. Billy Sunday, hinn frægi kenni- maður, kom einu sinni til borgan þar sem hann var ókunnugur. " Þegar hann steig út úr járnbrautar- lestinni þreifaði hann í vasa sinn og fann þar bréf, sem hann hafð' gleymt að setja [ póst. — Hann kallaði [ lítinn dreng, sem var Þar nærri og sagði: — Heyrðu góði minn, geturðu sagt mér hvar pósthúsið er? — Auðvitað, sagði strákur °g benti honum hvaða leið hann setti að fara. Biily þakkaði honum fyrir °9 spurði svo: — Veistu hver ég er? Nei, það vissi strákur ekki. — Ég er Billy Sunday og á að prédika hér í kvöld. Komdu til kii'kJ' unnar og þá skal ég vfsa þér leið' ina til himna. — Þú ert ekki líklegur til þasS’ sagði strákur, þú, sem ekki einu sinni ratar á pósthúsið! Barnahjal 48

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.