Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 50

Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 50
Ég var einu sinni 99 m há, bol- urinn 27,5 m að ummáli og 60 m upp að greinum. Þegar ég óx úr grasi í Kaliforníu, átti land mitt eft- ir að bíða 942 ár eftir Kólumbusi. Þetta var árið 550. Svo stendur skrifað á risafuru- viðarsneið í Náttúrugripasafninu í New York. — Margar risafurur verða yfir 100 m hæð og eru allra trjáa gildvaxnastar. Hin hæsta, sem mæld hefur verið: „Faðir skógarins", varð 135 m á hæð eða 100 m hærri en Landa- kotskirkja í Reykjavík. Sú gildasta mældist 46 m að ummáli bols og 14,5 m í þvermál. Berið þetta sam- an við ibúðarherbergi eða skóla- stofu. Á fjórða þúsund árhringir hafa verið taldir í felldum bol. Vind- urinn hefur þotið í limi þess trés, þegar Odysseifur sigldi og Faraó- arnir voru að láta byggja pýramíd-' ana ( Egyptalandi. Það hefur lifað alla íslands byggð! Margar núlif- andi risafurur hafa vaxið upp af fræi á Krists dögum. Gerð hafa verið göng gegnum bol risafuru, svo víð að bflar aka ( gegn. 8 menn geta gengið sam- hliða á felldum bol risafuru! Dans- gólf var gert úr þversneið risafuru- bols, og komust þar fyrir 16 pör. Á heimssýningunni í Bruxelles 1958 var sýnd 9 m breið þversneið úr bol risafuru; þyngdin var 11 tonn. Fyrir tugmilljónum ára hafa margar risafurutegundir myndað mikla skóga bæði í Norður-Amer- íku, Evrópu og víðar. Það sýna leif- ar í jarðlögum. Nú eru aðeins 3 tegundir eftir, þ. e. rauðtré (red- INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Tré eldri en Islandsbyggð wood), mammúttré og vatnsgreni. Vaxa tvö hin fyrstnefndu í vestan- verðum Bandaríkjunum, þar sem raki hafvinda nær til, en vatnsgren- ið í Kína, öll á takmörkuðum svæð- um. Rauðviður þykir mjög góður til smíða, og sveppir, skordýr og eld- ur vinna lítt á honum. Börkurinn er mjög þykkur og hlífir gegn skógar- eldum. Ýmis risafurusvæði eru frið- uð. Indíánar höfðu vitanlega lengi þekkt risafurur, en kaþólskur prest- ur sá þær fyrstur hvítra manna ár- ið 1769. Vatnsgreni var þekkt sem stein- gervingur, en talið útdautt fyrir milljónum ára. En um 1940 fann kínverskur prófessor tréð snarlif- andi í „Tígurdalnum" í Kína. Eftir stríðið voru stór svæði þarna rann- sökuð, og fann bandarskur leið- angur um 1000 tré á 800 ferkíló- metra svæði 1947—1949. Fundur trésins þótti heimsfrétt. Tígurdalur- inn var gerður að ktnverskum þjóð- garði, og grasgarðar um allan heim kepptust við að ná ( fræ. Eru nú vatnsgreni víða í uppvexti, og hafa fáein eintök jafnvel verið gróðursett á íslandi, en líklega er hér of kalt fyrir það. Rauðtré og mammúttré þrífast vel víða í vestanverðri Ev- rópu, t. d. í Englandi og I Dan- mörku. Ungplönturnar eru þó mjög viðkvæmar. Til er tré, broddfura að nafni, sem ef til vill verður enn eldri en risafurur, en er miklu minni. All- margar broddfurur eru f uppvexti á (slandi og virðast þrífast vel, t. d. í Hallormsstaðaskógi. Sveina litla hafði fengið að fara í dansskóla og mamma fór þangað með henni í hvert skipti til þess að horfa á. Einu sinni sagði hún Sveinu að það þætti ekki kurteisi að dansa þegjandi, eins og hún gerði. Hun yrði að venja sig á það að tala vi® dansnaut sinn. í næsta skipti tók mamma eftir því að sami drenguf' inn kom og bauð Sveinu í dans í hvert skipti og dansað var. Hún tók líka eftir því sér til ánægju, að nu var Sveina farin að tala í dansinum- Þegar þær komu heim spurð' mamma: — Hvernig stóð á því að sami drengurinn dansaði alltaf við Þ'9 ■ — Það er af því, að ég er að segja honum framhaldssögu. Billy Sunday, hinn frægi kenni- maður, kom einu sinni til borgan þar sem hann var ókunnugur. " Þegar hann steig út úr járnbrautar- lestinni þreifaði hann í vasa sinn og fann þar bréf, sem hann hafð' gleymt að setja [ póst. — Hann kallaði [ lítinn dreng, sem var Þar nærri og sagði: — Heyrðu góði minn, geturðu sagt mér hvar pósthúsið er? — Auðvitað, sagði strákur °g benti honum hvaða leið hann setti að fara. Biily þakkaði honum fyrir °9 spurði svo: — Veistu hver ég er? Nei, það vissi strákur ekki. — Ég er Billy Sunday og á að prédika hér í kvöld. Komdu til kii'kJ' unnar og þá skal ég vfsa þér leið' ina til himna. — Þú ert ekki líklegur til þasS’ sagði strákur, þú, sem ekki einu sinni ratar á pósthúsið! Barnahjal 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.