Æskan - 01.05.1976, Blaðsíða 12
J
Stora Sjöfallet er einn stærsti foss
í Svíþjóð. Á heimsmælikvarða eru
fossarnir í Svíþjóð tiltölulega litlir.
Hann er 40 metrar á hæð. Hann er þó
sérkennilega fallegur. Fossarnir í Sví-
þjóð hafa enn fremur mikla efnahags-
lega þýðingu. Sænsku vatnsföllin sjá
'fyrir því að Svíar eru sjálfum sér nógir
um rafmagn og raforka er jafnvel flutt
úr landi.
Stokkhólmur er höfuðborg Svíþjóð-
ar. Hún er stærsta borg landsins og
að meðtöldum útborgunum býr þar
meira en milljón manna. Stokkhólm-
ur hefur verið nefnd „Feneyjar norð-
ursins" vegna þess að borgin er
byggð á eyjum, þar sem vatnið Mál-
aren (Lögurinn) og Eystrasaltið mæt-
ast. Þar eru fleiri en 40 brýr yfir skurði
og sund. Þótt mestur hluti Stokkhólms
sé nýtískulegur, er borgin sjálf meira
en 700 ára gömul. Skjaldarmerki Svt-
þjóðar sýnir þrjár gylltar kórónur. Sví-
þjóð er konungsríki og konungurinn
er þjóðhöfðingi landsins, en stjórn-
málavaldið er í höndum þingmanna,
sem eru kosnir almennum kosningum.
Svíþjóð er því bæði konungsríki og
lýðveldi.
Aðeins tíundi hluti Svíþjóðar er fall-
inn til akuryrkju. Það er þó nægilegt
til þess að rækta það korn, sem fer
til innanlandsneyslu. Frjósamasta
moldin er í Suður-Svíþjóð, þar sem
rennisléttar ekrurnar teygja sig svo
langt sem augað eygir. Ein af ástæð-
unum fyrir því, að þessi hluti Svíþjóð-
ar er svona vel fallinn til akuryrkju,
er, að hann var undir vatni fyrir mörg
þúsund árum. Nú hefur dráttarvélin
tekið við því hlutverki, sem hesturinn
hafði fyrrum í sænskum landbúnaði.
Alls kyns vélar þarf til þess að gera
landbúnaðinn sem árangursríkastan.
í janúar og febrúar er mestur hluti
Svíþjóðar hulinn snjó. Vötnin og árn-
ar eru frosin. Síðan hlýnar smám sam-
an og fyrst hlýnar í Suður-Svíþjóð. Þá
bráðnar snjórinn og vorið ^&r
reið sína. Að fornum sið ^
vori á Valborgarmessu, 30. ePr ’
brennum og söng. s[nD
í júnílok, þegar Svíþjóð skarta^ ^
fegursta, fagna Svíar sumri me ^
að dansa kringum miðsumars- in
ina. Akrar og vegarbrúnir erU ug.
villtum blómum og trén eru la ,|af.
Norður-Svíþjóð nýtur miðnastnr ^
innar og þar er bjart dag °9 f ^[l
Flestir Svíar taka sumarfríið si g.
til þess að njóta góða veðursins- uf
ir hyggja gott til að heimssekja ^
lönd í fríinu. Frá Arlandaflu9ve
frábærar samgöngur til fles| ^^gjs
landa heims. Þaðan er t. d. ein.orgs
fárra stunda flug til helstu
Evrópu. gifn-
Eftir sumarið koma haustm3 ^efi
ir september, október og no^ js(
þegar litaskrúð náttúrunnar P ^
frá grænu í gult, rautt og brún • ^
miðjan desember, nánar tilte^1
10