Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1976, Blaðsíða 16

Æskan - 01.05.1976, Blaðsíða 16
„Þá verðið þið að gera það áður en þið farið að leika ykkur, því annars er hætt við að það gleymist," sagði mamma. „Æ! Megum við ekki leika okkur dálitla stund núna? Við skulum svo gá að músarholunni á eftir," sögðum við í einum kór. „Jæja, leikið ykkur þá stund núna," sagði mamma. „En þið verðið líka að gá að kindunum fyrir kvöld- ið,“ bætti hún við. „Goggi og Sturla gera það meðan við Hinni leit- um að músagatinu," sagði ég, og með það þutum við út úr bænum. Og nú var tekið til óspilltra málanna. „Komum í risaleik! Komum I skessuleik! Nei! Komum heldur í handbolta," glumdi við, og handbolti var valinn. Og nú kom litla systir og vildi vera með líka, en hún gat ekki slegið boltann. Hún fékk að vera með samt, þvl hún var dugleg að hlaupa, og auðvitað átti hún að vera „stikkfrí". Hún var viljug að sækja boltann ef hann var sleginn eða kastað langt út fyrir hinn takmarkaða leikvöll okkar. En brátt urðum við leið á boltaleiknum. „Komum heldur I stangarstökk," hrópaði einhver. Já, allir voru til I það, og nú var þotið af stað að finna sér stökkprik. Einn náði sér I stærðar broddstaf sem pabbi átti, annar f hælalaust orf, og tveir komu með brotin hrlfusköft, og litla systir kom dragandi heila hrífu á eftir sér. Goggi sagði henni að hún gæti ekki not- að hrífuna, en hún vildi ekki sleppa henni fyrr en Goggi var búinn að finna prik við hennar hæfi. Þetta stangarstökk sem við stukkum var svo frá- brugðið því stangarstökki sem nú er iðkað, að við lögðum enga áherslu á það að komast langt upp I loftið, en eins langt áfram og mögulegt var í hverju stökki. Túnið á Görðum var mjög þýft, og stukkum við þar helst er mest var þýfið, og sá sem gat stokk- ið yfir sem flestar þúfur í einu stökki var sigur- vegarinn. Þessi leikur okkar hefði því eins getað heitið þúfustökk. Við hófum nú stökkið innanvert og ofan til við mylluna þvf þar var nokkuð þýft, þó víða væri meira. Ein þúfa stök stóð rétt við myllu- homið, var hún í meðallagi stór, en af því að hún stóð ein stök og næstum þvl fast við mylluna, fékk hún að vera óáreitt af okkur. Er við höfðum stokkið þama nokkra stund hrópar einhver: „Komum held- ur niður á miðtún og stökkvum þar, þvf þar eru miklu fleiri þúfur og betra að stökkva." Allir voru til í það. „Nú stekk ég langt yfir lækinn," sagði Hinni um leið og hann setti endann á stökkprikinu á koll þúf- unnar við mylluna og ætlaði að hefja sig á loft yfir lækinn. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Og þama lá Hinrik f læknum veinandi. Við hlupum til og drógum hann úr læknum og reyndum að þurrka og kreista úr honum mestu bleytuna. „Það brotnaði víst prikið," sagði hann hálf kjökr andi. „Nei, nei,“ sögðum við,.„það stendur þarna á Þu unni." Hinrik leit til þúfunnar stórum augum. ^u’ þarna stóð prikið. Hann staulaðist á fætur um le' og hann tautaði lágt: „Er þá þúfan hol?“ Hann gekk að þúfunni og í prikið og dró það með hægð upp úr þúfunni. Þa var á að giska alin niðri í þúfunni. Svo lét hann það síga niður aftur og við sáum hann snúa Þ^ hægt hring eftir hring um leið og hann hálf hvfsla* ■ „Þetta er skrýtið. Þetta er hroðalega skrýtið- „Finndu," sagði hann allt í einu og lét prikið í hen • mína. Mér var innanbrjósts eins og verið væri a afhenda mér lykil að einhverjum voðalegum leyndaf' dómi, en ég tók við prikinu úr hendi Hinriks. Fa fyrsta sem ég fann var stöðugt smádump eins °9 slegið væri með fingurgómi á prikið f sffellu, eink um þó er ég hreyfði það til, og enginn vafi var því að þúfan var öll hol innan. Alls staðar var sama dumpið meðan ég hélt prikinu niðri við botninn. en þegar ég lyfti því dálítið hætti það. Nú vildu hinir strákarnir fá að rannsaka þetta líka. „Af hverju koma þessi högg? Hvað skyldi þetta vera?“ sagð' Sturla lágum rómi. Hann var yngstur okkar er þarna vorum. „Þetta eru mýs,“ svöruðum við Hinrik báðir \^n' snemma. „Þúfan er full af músum.“ „Já, en hvernig hafa þær farið að því að gra*a þúfuna að innan, og hvað hafa þær gert við mold' ina?" spurði nú Georg. Hinrik hugsaði sig um stundarkorn en sagði svo- „Ég held að þær hafi grafið göngin frá læknum °9 inn í þúfuna og komið moldinni á einhvern öá jafnóðum í lækinn." „Kannski ekið henni í hjólbörum," áréttaði Georg- „En hvernig stendur á því, ef þær hafa g^[ göng út að læknum, að þær forða sér ekki eft'r þessum göngum?" spurði ég. „Ég er nærri viss UIT1 að þær eru margar búnar að rota sig á prikinu* þvf þessi högg sem við finnum, koma af þvf a þær eru ofsalega hræddar og reka sig á prikið hlaupunum um þúfuna, svo það Iftur út fyrir að Þ&r hafi engar útgöngudyr." Hinrik stóð um stund þung hugsandi og starði á lækinn. Svo var eins og Þa® birti yfir svip hans um leið og hann sagði: Ég held ég viti hvernig á því stendur... Þið sjáið hve 1®^' urinn er mikill núna, hann nærri flóir yfir bakkanai sem kemur til af leysingunum, svo trúlegt er að hann loki fyrir útgöngudyr músanna. Þær hafa líklega ekk' reiknað með þvf greyin, þegar þær tóku sér bústað í þúfunni, að þær gætu lokast inni." „Hvað skyldu þær vera margar þarna inni í Þ^' unni?“ sagði Goggi. Það vissi enginn, en Sturla hélt þær væru hundrað. Við höfðum setið þama

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.