Æskan - 01.05.1976, Blaðsíða 14
HJÖRLEIFUR GUÐMUNDSSON:
Músabúið
við mylluna
A Görðum í Önundarfirði, þar sem ég er
fæddur og uppalinn, var byggð mylla yfir
bæjarlæknum sem malaði korn fyrir heimilið, og
einnig aðra sem óskuðu þess. I þann tíð fluttist
rúgur og bygg ómalað til landsins, og varð því fólk-
ið að mala það sjálft eða láta aðra mala það fyrir
sig. Á sumum bæjum voru til handkvarnir, en bæði
þótti seiniegt og nokkuð erfitt að mala í þeim og
vildu því margir heldur vinna til að koma korni sínu
til mölunar þar sem vatnsmyllur voru, þó gjalda þyrfti
fyrir það lítilsháttar gjald, sem stundum var greitt
og stundum ekki, og man ég ekki til að um væri
fengist þó mölunargjaldið fylgdi ekki þegar mjölið
var sótt. En það mun hafa verið til skilið ( upphafi.
Mylluhúsið var byggt úr plægðum borðviði, 3/4
þuml. að þykkt. En gólfið var úr venjulegum plægð-
um gólfborðum 4/5 þumlungs þykkum. Ekki var hús-
ið stærra en svo að maður gat gengið óhindraður
kring um kvarnarstokkinn, en á hliðinni þar sem dyrn-
ar voru, mátti geyma sinn mjölpokann f hvoru horni.
Kvarnarsteinarnir voru um 20 þuml. í þvermál og
uppi yfir þeim hékk allmikill trekt úr timbri, og mun
hún hafa tekið sem svaraði hálfum poka af korni.
Á neðri enda trektarinnar var mjór stútur og í hon-
um dálítil renniloka, og með loku þessari var að-
rennslið að kvörninni gjört hæfilegt eftir því sem
við átti. Ef mjölið átti að malast gróft, var opið
stækkað, og gagnstætt ef fínt átti að mala, og fór
það eftir beiðni þeirra er kornið áttu. Fyrir kom að
konur komu með pokaskjatta eða klút með byggi
og báðu um að það yrði malað eins fínt og auðið
væri, því þær ætluðu semsé að hafa það í lummur;
það var nokkuð algengt í þá daga, en myllan malaði
það varla eins fínt og æskilegt var. En þá bætti
móðir mín oft um með því að sigta það gegnum
stórt mjólkursigti sem hún átti, og var það þá
ágætt.
Okkur strákunum þótti vænt um mylluna, enda
kom það mest á okkur að líta eftir henni þegar tian
var að mala. Það sem helst þurfti eftirlits við, var
að aldrei vantaði korn í trektina þegar myllan var
f gangi, og í öðru lagi að ekki safnaðist of mikið '
kvarnarstokkinn. Varð öðru hverju yfir daginn a
moka upp úr honum f poka og gera það með m'
illi aðgæslu, því að sæist nokkurt kusk eða óhrein
indi þurfti að fjarlægja allt slíkt. Og kæmist Þa
upp að maður hefði vanrækt skyldustörf sín við my
una, var mjölpokinn tekinn og hellt úr honum
hreinan þvottabala og sökudólgurinn látinn hreinsa
á nýjan leik. Þá þurfti einnig að muna eftir að stöðva
hana á kvöldin, þvf aidrei var hún f gangi á n°
unni. Það var fljótlegt og gert með þeim hætti a
í stokk úr timbri, sem stóð skammt fyrir ofan my
una, var loka úr járni og á henni handfang, serTI
maður tók í og dró lokuna upp. Hljóp þá vatnið Þar
út og framhjá vatnshjólinu sem sneri kvarnarsteinun
um.
Einn óvin átti myllan og forráðamenn hennar. Pa
var músin. Það henti semsé stundum að hún koms
inn í mylluna, og var þá ekki að sökum að spyrJa'
því alltaf lét hún eftir sig ógeðsleg merki um vertJ
sína þar, og þeim mun fleiri sem henni gafst meira
tóm til að háma í sig mjölið. Við strákarnir töluðvm
því bara Ijótt um músina þegar við urðum þess var'
ir að hún hafði komið í heimsókn. Var þá stra*
brugðið við og reynt að finna hvar hún hefði bm
sér til inngöngudyr. Gekk það oftast greiðlega
var dyrum hennar þegar lokað með boxablikki eða
trétappa. Þó gat komið fyrir að ekki var alltaf ía^n'
augljóst hvar mýsla hefði smeygt sér inn, og sV°
var það er þessi saga gerðist er nú verður sögð-
Það er vordag f byrjaðan júní. Sunnan andvsrl
liggur út fjörðinn. Þetta er einn af þessum ylr^u’
björtu dögum þegar loftið er þrungið af fuglasön9>
12