Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1976, Blaðsíða 40

Æskan - 01.05.1976, Blaðsíða 40
„Ja, þaS er nú sama,“ gegndi hún og sat viS sinn keip. „Ég ætla að eiga það sjáif.“ „Viltu þá ekki selja mér það?“ stakk ég upp á. „Eða hafa skipti á því og öðru dóti?“ „Ne-hei.“ „Ég skal láta þig fá vasahnífinn minn í staðinn." „Hvað á ég að gera við svona vasahnif?" spurði hún. „Ég er ekki strákur!" „Þú skalt fá þennan snærisspotta f ofanáíag.“ „Uss,“ sagði hún, „ég get fengið nóg snæri hjá pabba, ef ég vi!.“ „Og kannski læt ég þig fá munnhörpuna líka,“ bætti ég við, en mátti þó ekki til þess hugsa að sjá af blessuðu hljóðfærinu mínu, sem var mér kærara en flest annað. Lilja neitaði engu að síður, skellti í góm og sagð- ist ekki vilja sjá munnhörpu, sem aðrir væru búnir að blása. „En — ef þú færð hörpudiskinn?" spurði ég. „Hörpudiskinn? Þú átt ekkert með að bjóða hann!“ svaraði hún með þjósti og hnykkjum. „Við eigum hann bæði!“ Nú fór að síga f mig, svo að um munaði. Ég slöngvaði því á hana, að úr því að hún tímdi ekki að láta glerbrotið renna f búið okkar, þá tæki ég líka hörpudiskinn aftur, hvað sem hver segði. „Og þá fer ég burt með allt það dót, sem ég hef komið með hingað í tóftina," svaraði hún í sama tón og lét engan bilbug á sér finna. „Mér er alveg sama!“ hrópaði ég fokvondur og lét ekki sitja við orðin tóm, heldur byrjaði þegar að skipta búslóðinni. „Þetta átt þú, og þetta á ég!“ En auðvitað gengu skiptin ekki stórslysalaust, eins og allt var f pottinn búið. Meðal annars var þarna næsta heilleg blárósótt grautarskál, sem við þótt- umst bæði eiga. Fyrr en varði vorum við komin í hörkurifrildi út af skálinni, sem endaði með því, að hún hrökk f sundur, brotnaði í höndum okkar. „Þú mölvaðir skálina mína!“ orgaði ég og fór að snökta. „Nú verður þú að láta mig fá nýja glerbrotið þitt f staðinn — annars klaga ég þig fyrir pabba og mömmu." „Svei attan!" sagði hún og uppnefndi mig: „Mangi steinbftur, sem ætlar að verða klöguskítur! Ég átti skálina, og það varst þú, sem mölvaðir hana!“ „Þú skrökvar þvf, Lilja langvía, þú skrökvar því!“ fnæsti ég bálvondur og lét mér ekki nægja að UP^ nefna hana, heldur rauk á hana eins og gri,T1 rakki og ætlaði að hrifsa glerbrotið úr svuntuva anum hennar. ^ Það fór samt öðruvísi en til stóð, því að ég ^ heldur lítill vexti, pervisalegur og kraftasmár, Lilja bæði sterk og bústin, svo sem áður er sagt- iíf Nokkra stund flugumst við á, eins og um ■■■ dauða væri að tefla, veltumst hvort um annað inn um búslóðina okkar þarna f tóftinni. Við öskru n og grenjuðum. Við reyndum að bíta, klóra og be hvort annað eins rækilega og við framast gatu .' uns Lilja var allt í einu búin að skera sig á glerbr svo að logblæddi úr vanganum á henni. „Æ-æ!“ , Hún reif sig af mér, hentist á fætur, hljóp n{.| grátandi niður götuna og skemmstu leið hein1 sín. „ „Ó-Ó-Ó!“ gj Ég dustaði moldina af fötum mínum og þurrl< framan úr mér. Ég var dálítið hruflaður á höndu ^ um og enninu eftir bardagann, en reyndar voru. ag tómar smáskeinur. Og þvfv fór sannarlega fjarri, ég sæi eftir að hafa breytt svona við frænku mína vinu. Vonskan út í hana var jafnvel meiri en á° ' og ég strengdi þess heit, að ég skyldi ná glerbro af henni, hvað sem það kostaði, eignast þetta d ér samlega hálfgagnsæja glerbrot, sem breytti eólar geislum í regnbogaliti, gula og rauða, græna og bla ‘ Allt annað, bæði á himni og jörðu, var mér einsl< gj nýtt þessa stundina, allt nema glerbrotið. Ég lötra ^ niður götuna og hugsaði um hvert vélabragðió fætur öðru til að sölsa undir mig þennan dýrie9 grip, sem fundist hafði í kálgarðinum hans Eina gamla í Móakoti. Og illskan og heiftin náðu se meir valdi yfir áformum mínum. . En samt var það nú svo, að innst inni var eitttlVj-r eyðilegt tóm í sál minni. Ef til vill fann ég það un ' niðri, að ég hafði glatað einhverju, sem var m dýrmætt, einhverju, sem ég mátti síst við að missa' Ég heyrði ekki lengur fuglasönginn og sá eK lengur fegurð vordagsins á láði og legi. Sólin v hætt að skína inn f sál mína. Þar var aðeins he' og bræði og myrkur illra hugrenninga. Ólafur Jóharw Sigurðsson■ 38

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.