Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1976, Blaðsíða 24

Æskan - 01.05.1976, Blaðsíða 24
Eitt sinn álitu menn, a3 áfengi væri gott meðal, og það ýtti undir áfengisnautn. Eva: Mamma hefur sagt mér, að Salómon kon- ungur hafi ráðlagt ungum mönnum í ísrael að neyta ekki áfengis. Kennarinn: Það er rétt. Hér stendur það í Biblí- unni. Viltu, Eva, vera svo góð að lesa það fyrir okkur? Eva (les): Horf þú ekki á vinið, hve rautt það er, hversu það glóir t bikarnum og rennur Ijúflega nið- ur. Að síðustu bitur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. (Orðskviðirnir 23, 31—32.) Ólafur: Nú skil ég, að slangan er tákn um löng- un í áfenga drykki. Voru áfengissjúklingar til á dög- um Salómons konungs? Kennarinn: Það hafa þeir vafalaust verið, og til þeirra hefur konungurinn hugsað, þegar hann setti fram þetta spakmæli. Og betra ráð er varla hægt að gefa enn þann dag í dag. „Því er svo varið með áfengið, eins og margt annað I lífinu, að hver og einn verður að taka afstöðu til þess. Við verðum að velja, hvort við viljum neyta áfengis eða fekki. Þetta er mjög mikilvægt val fyrir ungt fólk, sem vill komast áfram, verða hamingjusamt og láta gott af sér leiða." Hver ungur piltur og stúlka ætti að leggja fyrir sig þessar spurningar: „Hvort er líklegra, að ég öðlist sanna lifshamingju, ef ég neyti áfengis eða hafna þvi? Hvor leiðin er vænlegri til: 1) að fá góða menntun? 2) að fá góða atvinnu og halda henni? 3) að komast hjá veikindum og slysum? 4) að komast hjá því að verða brotlegur við l°9 landsins? 5) að eignast hamingjusamt heimili og lifa I *r'®' með ástvinum mínum? 6) að lifa löngu og hamingjusömu lífi til ánægju sóma fyrir sjálfan mig, foreldra mina, átthaga °9 föðurland? Þið þurfið einnig að taka afstöðu til áfengisin3- Ef ég má gefa ykkur gott ráð, þá hugsið alvarleg^ um það, sem við höfum verið að ræða um. Ekken ykkar mun nokkru sinni sjá eftir því. Eirfkur SlgurSsson þýddf og staSfssrSI- 22

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.