Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1976, Page 12

Æskan - 01.09.1976, Page 12
JMum Sólskinsdagar í dag er sólskin í Vestmannaeyjum, og þegar Ósk kemur heim, stendur mamma í dyrunum og brosir. Hún er eitthvað undirfurðuleg á svipinn, það er sýni- lega leyndarmál á ferðinni og það skemmtilegt. Þeg- ar Ósk, sem er 11 ára, kemur nær kallar mamma og segir: „Veistu bara hvað, það var hringt til okkar áð- an og tilkynnt að þú hafir unnið 1. verðlaun í verð- launagetraun Æskunnar og Flugleiða." Ósk er mjög undrandi og jafnframt glöð. Hún spyr mömmu hvort hún megi fara og mamma segir: ,,Að sjálfsögðu máttu fara, Ósk, það er bara eftir að tala við hann pabba.“ Og síðan kyssir hún Ósk á kinnina og óskar henni til hamingju með vinninginn. Og Ósk litla 11 ára hleypur út í sólskinið til að fara í „teygjó". Vestur í Bolungarvlk er líka gott veður þennan dag og þegar síminn hringir heima hjá Rögnvaldi þá ans- ar Guðrún systir hans. Þetta er langlínusamtal. Henni er tilkynnt að Rögnvaldur hafi unnið til Svíþjóðar- ferðar. Sjálfsagt hefði Guðrún sjálf viljað fara slíka ferð, en vinningur er nú einu sinni vinningur og þe9' ar Rögnvaldur, sem er 12 ára, kemur heim úr tónlist- arskólanum, þar sem hann er að læra á p'anó, segir Guðrún honum frá viðtalinu. Rögnvaldi verður bilt við og þó að hann sé venjulega matlystugur, þá hefur hann enga lyst á matnum þennan dag. Siðan hefst undirbúningurinn. Rögnvaldur er bæði í tónlistarskóla og’ barnaskóla og það eru nokkur próf eftir. Það er í mörg horn að líta. í dag á að halda tónleika, en Rögnvaldi gengur ekki sérlega vel. Hugsunin u01 Stokkhólmsferðina gerir honum ómögulegt að ein- beita sér. Þau tvö hlutu fyrstu verölaun f verölaunagetraun Flugleiöa °9 Æskunnar 1976: Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, 11 ára frá Ves- mannaeyjum, og Rögnvaldur Guömundsson, 12 ára frá Bolung^ arvík. Hér eru þau komin um borð í Boeing-þotuna Gullfaxa leið til Stokkhólms. ÆSKAN - Tilkynnið vanskil og bústaðaskipti strax! 10

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.