Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 3

Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 3
Þann 21. október árið 1979 voru liðin nákvæmlega eitt hundrað ár frá því að bandaríski hugvitsmaðurinn Thomas Alva Edison fann upp gióðarlampann eða Ijósaperuna eins og þessi uppfinning er kölluð í dag. Það var þann 21. október árið 1879 að það kviknaði á perunni hjá Edison og síðan þá hefur ijósaperan veitt gjör- völlu mannkyninu, eða því sem næst, birtu og yl. Sagt er að þessi uppgötvun Edison sé hin mesta sem hann gerði um ævina og segir það meira en mörg orð, því alls mun Edison hafa fengið einkaleyfi á um 1500 uppfinningum um ævina. Edison fæddist 11. febrúar 1847 og lést 18. október 1931. VINNA, VINNA OG AFTUR VINNA Um þaö leyti sem Edison fann upp glóðarlampann, unnu margir vísindamenn að sama takmarki, en hinn 32 ára gamli sjálfmenntaði hugvitsmaður skaut þeim öllum ref fyrir rass og það ekki í fyrsta né síðasta skiptið á ferli sínum. Edison var sagður maður afburða vinnusamur og ef eitthvað misheppnaðist hjá honum, þá lagði hann ekki árar í bát eins og margir kynnu að hafa gert, heldur tvíefldist hann og lagði enn harðar að sér en fyrr, þar til takmarkinu var náð. Sem dæmi um vinnusemi Edisons er sagt, að eitt sinn er honum var hrósað sem snillingi, hafi honum orðið að orði: Snillingur samanstendur af 2% innblæstri og 98% framkvæmdum. Það eina sem þarf er góð hugmynd og síðan kemur vinna, vinna og aftur vinna. Og ekki verður annað sagt, en að Edison og að- stoðarmenn hans hafi fengið að kynnast vinnu. Oft lögðu þeir nótt við dag og ef Edison var að vinna að einhverjum merkilegum verkefnum sem ógjarnan máttu spyrjast út, þá var dyrunum að vinnustofunni einfaldlega læst og síðan unnið í einni striklotu þar til gátan var leyst. Þetta geröist t. a. m. er Edison var að vinna að gerð talþráðar- ins, undanfara plötuspilarans, en þá unnu Edison og aðstoðarmenn hans í 5 daga samfleytt fyrir luktum dyrum og eftir 120 tíma vinnu var björninn unninn. MÖGULEIKAR EDISONS ERU ENGIR Tilraunir Edisons með glóðarþráðinn báru fyrst í stað lítinn árangur. Hann byrjaði að nota hárfínan platínuþráð við tilraunir sínar, sem hann hleypti síðan rafstraumi á. Ef straumurinn var nógu mikill gat Edison fengið þráðinn til 3

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.