Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Síða 5

Æskan - 01.01.1982, Síða 5
AÐ BYGGJA STAURAKOFA RAIM FARKHADI: HVOLPURINN NALLI LÆRIR AÐ SYNDA AF SJÁLFUMSÉR Lítill hvolpur, sem kallaöur var Nalli hljóp eins hratt og hann gat eftir bökkum Bláalækjar. Hann hafði nóg að gera við að reka frá sér flugnavarginn, sem ásótti hann mjög. Hann gelti af öllum kröftum og langaði mjög að veiða endurnar, sem syntu á vatninu nálægt bakkanum. ,,Ég skal synda eins og þær, ég skal synda eins og þær," sagði hann í sífellu við sjálfan sig. En allt í einu stansaði hann á bakkanum, er hann mundi skyndilega að hann kunni ekki að synda. ,,Ég gæti drukknað," hugsaði hann. Nalli litli hljóp fram og aftur og síðan í marga hringi á bakkanum. Hann varð svo þreyttur, að tungan lafði út úr honum, því það var afskaplega heitt í veðri. ,,Nú væri gott að geta tekið sér bað og kælt sig svolítið." Hann sá stóra drekaflugu og hún fór aö ásækja hann, svínið að tarna. Nalli tók undir sig stökk og ætlaði að grípa hana, en hann missti jafnvægið og datt í vatnið. Hann varð afskaplega hræddur og hann sökk og vatnið rann í gegnum munninn og nefið á honum. En brátt skaut honum upp aftur. Hann fór aö hreyfa fæturna eins og hann væri á gangi á árbakkanum. Hann fann að ekki þurfti meira, hann var farinn að synda. Endurnar á vatninu urðu mjög hræddar, þær héldu að hann ætlaði að taka þær. Nalli synti að landi og var orðinn salla rólegur og klór- aði sig upp á bakkann. ,,Voff, voff, voff," sagði hann og hafði eins hátt og hann gat. Hann hristi sig rösklega og vatnið hrökk af honum. Nalli vissi nú, að það var ekkert mál að læra að synda og nú gat hann tekið sér bað, þegar hann vildi. Til þess að læra sund þurfti ekki kenn- ara, heldur svolítið hugrekki. Þýð. Þ.M. Oft eru trönustaurar afgangs þar sem skreiðin er hengd upp. Þessir strákar notuðu trönuefni til þess að búa til kofa. Kannski er mestur vandinn að fá efni sem hentar í þakið, en þó verða sjálf- sagt einhver ráð með það. Fuglinn Jói, sem raunar er páfagaukur, kom í heimsókn til fjölskyldu í Skotlandi. Þar voru fyrir hundurinn Lassy og kötturinn Corky. — Það merkilega skeði, að þessi þrjú dýr — jafnólík og þau nú eru — urðu mjög góðir vinir og borðuðu saman í friði og ró. — Það skeður sjaldan að kettir t. d. og fuglar leiki sér saman, en á þessum enska bæ tókst það vei, öllum til ánægju. 5

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.