Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 7

Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 7
Morgun einn þegar ég lít út um gluggann er allt orðið hvítt. Það er komiö fram í nóvember svo að það er ekki undarlegt þótt snjóað hafi um nóttina. Fyrsti snjórinn vekur alltaf furðu og forvitni. Þegar ég er búinn að klæða mig og drekka lít ég út. Mér finnst endilega ég þurfa að hnoða snjókúlu. Fyrir utan húsið mæti ég Oddi, hann er á leið til mín. Hann hefur þegar hnoðað nokkra bolta og ber þá gætilega í fanginu eins og brothætt egg. Ég ætla að safna mér skotfærum, það er aldrei að vita hvenær stríð getur brotist út. Oddur staflar snjókúlunum sínum í hrúgu í garðinn og vió hjálpumst við að hnoða fleiri bolta. Hver er þetta? spyr Oddur, þegar hann sér konu ganga fram hjá og Bensa buxnalausa í fylgd með henni. Uss, ekki hátt, þetta er nýja mamman, hvísla ég. Iss, þessi rauðhærða kelling. Þetta er ung stúlka. Jæja, mér er alveg sama, svarar Oddur. Eigum við aó dúndra á þau? Ertu frá þér, það getur lent í konunni. Oh, það gerði þá ekki mikið til, ætli hún sé ekki jafngóð fyrir því. Við létum okkur nægja að horfa á eftir Bensa og nýju mömmunni og ekkert varð úr árásinni. Oddur veit ekki að ég vil komast hjá að reita Bensa til reiði. Aö sjálfsögðu verðum að að prófa skotfimi okkar og reisum upp staur. Oddur reynist mér snjallari í skot- fimi. Þegar við erum búnir að atast nokkra stund í snjónum förum við inn til mín. Ég er ævinlega búinn að velja fyrir daginn skemmtilegan kafla úr bók eöa stutta smásögu eða ævintýri. Ég hef sama háttinn á að lesa meginhlut- ann en Oddur stautar sig fram úr niðurlaginu. Hann er alltaf jafn sólginn í sögur og vill ekki missa neitt úr. Stundum er Oddur svo ákafur að lesa að hann vill ekki hætta. Á kvöldin eftir að pabbi kemur heim úr vinnunni setur Oddur sig ekki úr færi að koma í heimsókn. Nýi bíllinn hefur mikið aðdráttarafl. Ég hef líka mikinn áhuga á að Ijúka smíði bílsins sem fyrst. Við Oddur höfðum oft rætt um hve það verður gaman að prófa tryllitækið. Frá sjoppunni á horninu og niður eftir götunni er hæfilegur halli. Auðvitað megum við ekki vera með bílinn á götunni, það getur verið hættulegt vegna þess að alvörubílarnir aka oft svo glannalega. En þaó ætti að vera allt í lagi á gangstéttinni, þegar lítið er um gangandi fólk. Pabbi er óþreytandi að leiðbeina okkur við smíðina og hjálpar sjálfur til ef meó þarf. Brátt er lokið smíði bílsins. Þarna stendur hann drif- hvítur og rennilegur. Við göngum nokkra hringi í kring um smíðisgripinn til að dást að honum. Ekki er hætta á að fá flísar úr stýrishjólinu, það er pússað og póleraó. Hjólin kóróna þó allt, þau eru með teinum og gúmmíhringjum, næstum eins og á alvörubílum. Enn er ótalið það besta, frammí er sæti fyrir einn hjá bílstjóranum. Nú er aðeins eftir að prufukeyra nýja farartækið. Við brennum í skinninu af eftirvæntingu, helst vildum við þjóta strax af stað. Pabbi segir að það sé betra að bíða. Þótt bíllinn sé að sjálfsögðu afarfullkominn er hann samt Ijóslaus og það er ekki gott að aka Ijóslaus í myrkri. Lögreglan gæti meira að segja komið og tekið bílinn úr umferð. Ég hef vasaljós. Það er ekki nóg, þau verða að vera tvö svo allt sé löglegt, segir pabbi. Og það þriðja að aftan, gellur Oddur við. Þaö getur ekkert orðið úr reynsluferð í kvöld, hún verður að bíða til morguns. En við erum ákveðnir að kaupa vasaljós við fyrsta tækifæri. Þá getum við líka keyrt í bílnum á kvöldin. Næsta dag vill svo heppilega til að veður er þurrt og gott. Snjóinn hefur tekið upp og það er ekki lengur hálka né slabb á götunum. Ég er nýkominn á fætur þegar Oddur ber að dyrum. Nú er fínt að prófa bílinn. Oh, ég verð fyrst að fá mér eitthvað í svanginn, svara ég geispandi. Ég er varla vaknaður. Oddur bíður meðan ég fæ mér brauðsneið og mjólk- urglas. Ég er ekki lengi að demba þessu í mig. Síðan tökum viö til óspilltra málanna við að drösla bílnum út. Við verðum að bera hann niður tröppurnar. Okkur kemur saman um að byrja reynsluferðina hjá sjoppunni á horninu eins og við vorum búnir að ráðgera. Þangað er talsverður spölur og allt á brattann að sækja.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.