Æskan - 01.01.1982, Qupperneq 15
83
sem hlupu um til að æfa sig undir
leikinn.
En Kjartan var ekki einn af þeim,
sem gefst upp. Þarna stóð hann
þráðbeinn. Svo hóf hann stökkið aft-
ur, kallaði um leið upp, svo að enginn
komst hjá því að heyra til hans. Hann
klappaði einnig saman höndunum.
Svo hoppaði hann upp eins og
gúmmíbolti, stökk aftur yfir sig og
kom þráóbeinn niður á fæturna aftur.
Þá fóru sumir áhorfendur að veita
honum athygli. Þeir gláptu á hann al-
veg undrandi og sögðu ekki eitt orð til
að byrja með.
En þá heyrðist frá drengnum sjálf-
um: — Ég heiti Kjartan?
Þá bættu sjónvarpsmennirnir við:
— Jæja, heitirðu það, sagði annar
þeirra.
— Gott, að við fengum að heyra
það, sagði hinn, — því að nú verð-
urðu að sýna okkur listir þínar aftur.
Viltu það?
Þeir þurftu ekki að biðja hann
tvisvar, og meðan Ijósmyndararnir
gengu frá tækjum sínum, stóð hann á
nálum og beið.
Kjartan sá að þeir fluttu til ýmsa
hluti, skrúfuðu og kíktu í myndavélina.
Hann heyrði að þeir töluðu eitthvað
um aukamynd og sitthvað annað,
sem hann skildi ekki, og svo hlógu
þeir eins og þeir hefðu fundið upp á
einhverju sérstaklega sniðugu.
En það voru fleiri en hann, sem
tóku eftir Ijósmyndurunum. Þeir sem
næstir voru sneru sér frá handbolta-
stúlkunum og færðu sig nær þeim.
— Hvað er um að vera? spurði fólk.
— Myndataka. Sjónvarpið! var
þeim svarað.
Það sáu þeir. Ef til vill kæmu þeir
líka á skerminn, ef þeir væru heppnir.
Kjartan tók ekki eftir því, að hring-
urinn umhverfis hann varð þéttari og
þéttari, en beið aðeins eftir merki frá
manninum, sem vildi sjá hann leika
listir sínar. En hann fann óróa innra
með sér, hjartað fór að slá hraðar. Að
síðustu var æsingin svo mikil, að
hann gat ekki beðið lengur.
— Nú byrja ég, hugsaði hann, —
hvað sem hver segir.
En um leið sá hann manninn rétta
upp höndina, það var sannarlega
kominn tími til þess.
Það vildi þannig til, að enginn af
bekkjarsystkinum Kjartans voru við
kappleikinn. Þess vegna grunaði þau
ekkert, héldu að það væri venjuleg
skólasýning, þegarkennslukonan bar
sjónvarpstækið inn í skólastofuna:
— í dag skulum við horfa á hand-
boltaleik í sjónvarpinu, sagði hún, —
og kannski svolítið meira.
Hún þurfti ekki að kvarta þessa
stundina yfir óróa í bekknum, og al-
drei, þegar eitthvað var sýnt í sjón-
varpinu. Að þessu sinni var gaman að
sjá hvernig börnin sátu. Þau hreyfðu
sig ekki og þau störðu undrandi, því
að á sjónvarpsmyndinni birtist Kjart-
an með fjölda fólks í kringum sig. Svo
stökk hann upp í loftið og sneri sér á
alla vegu. Hann tók hvert stökkið eftir
annað. Að lokum snýr hann sér að
áhorfendum og hneigir sig, svo að
rauða hárið hans fýkur til eins og eld-
tungur.
Þá er tilkynnt nafnið hans og kynn-
irinn segir einnig í hvaöa skóla og
bekk hann er. En nokkur orð, sem
hann bætir við fara ekki fram hjá
strákunum. Hann talar um hvað
handboltastúlkurnar séu duglegar.
— En þær mega sannarlega vara sig
á unga, þrekna strákpattanum þarna.
Hann spáir því að eftir ár verði strák-
arnir eins duglegir — eða kannski
betri. Kennslukonan bætti einnig við
nokkrum orðum:
— Við verðum öll að gæta þess,
sagði hún, — að gera sjónvarpið ekki
að þægilegum svæfli. Þá er betra að
hafa það eins og Kjartan — að vera
án sjónvarpsins.
Að síðustu gera þau nokkuð sem
aldrei áður hafði borið viö í skólanum.
[ kringum borðin og stólana báru þau
dreng á gullstól. Hann situr í fanginu á
tveimur stúlkum, en bekkjarsystkini
hans æpa af gleði.