Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 19

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 19
TÓBAKIÐ ER EITUR! Rétt er að hafa eftirfarandi meginatriði í huga: 1. í tóbaki er mjög sterkt eitur, sem heitir nikótín. Við tóbaksnotkun fer það út í blóðið og berst með því um allan líkamann. Sá, sem notar tóbak að staðaidrl, hefur þetta eitur stöðugt 1 líkamanum. 2. þegar sígaretta brennur, myndast efni, sem getur valdið krabbameini. Krabbamein í Iungum er nærri 11 sinnum algengara í sígarettureykingamönn- um en þeim, sem reykja ekki. Sígarettureykingar hafa stöðugt farið í vöxt á undanförnum áratugum, og krabbamein í lungum fer stöðugt í vöxt. Krabbamein í ýmsum öðrum líffær- um er líka algengara meðal reykingamanna. 3. Sígarettureykingar valda smám saman hósta, mæði og ýmiss konar annarri vanlíðan. Miklu fleiri reykingamenn deyja úr lungna- kvefi en menn, sem reykja ekki. 4. Miklar líkur eru til, að reykingar geti átt þátt í ýmsum öðrum sjúkdómum, t. d. sjúkdómum í æðum hjartans, en þeir sjúkdómar virðast aukast stöðugt. 5. Tóbaksnotkun er hættulegust börnum og ungiingum. Ýmislegt þykir benda til þess, að börn og unglingar, sem reykja mikið, þroskist seinna bæði andlega og líkam- lega. 6. Reykingar eru mikill sóðaskapur. Þær spilla andrúmslofti bæði fyrir reykinga- mönnunum sjálfum og öðrum. ÞESSI HRESSILEGA VISA ER í LEIKRITINU: Komið í leikhúsið, komið og skoðið. Komið og sjáið hvað ykkur er boðið. Alls konar grýlur og leppalúðar, leikarar, spilamenn, fífl og trúðar. Láki á verkstæði sínu. Kristínu Arngrímsdóttur, sem fer með hlutverk Kisu, Hákon Waage í hlutverki Rebba, Flosi Ólafsson er sjálfur Logi leikhússtjóri, Andri Örn Clausen er Ari, og stelpan er leikin af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Auk þessara aðalleikara koma fram yfir 15 aðrir leikendur, sem eru í gervum fólks, krakka og dýra. Það var ekki að sjá annað en hinir ungu áhorf- endur væru ánægðir á frumsýningunni með þetta skemmtilega ævintýraleikrit því fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Allar Ijósmyndirnar eru teknar af Ijósmyndara Þjóðleikhússins, Jóhönnu ÓlatsdóttuT FORSÍÐAN Að þessu sinni birtum við mynd úr hinu skemmtilega leikriti Þjóðleikhússins, sem sýnt er um þessar mundir um ævintýrastrákinn hann Gosa. Frá vinstri: Gosi, Álfkonan og Flökkujói. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.