Æskan - 01.01.1982, Page 30
D<6
onguzuin oc
fátœfz a itúff
/
an
9. Kóngur sagði: „Þú sérð að hún ber gullfesti
um hálsinn. — Ef hún verður mér ótrú þá bið
ég þig að ná festinni með einhverjum ráðum og
hengja hana á stöng eina háa. Ef ég sé keðjuna
á stönginni, þegar ég kem, mun ég snúa á
þrott, en þú mátt þá taka við ríkinu.“
10. Síðan kvaddi kóngur og hélt af stað. Hof-
meistarinn gat ekki náð gullkeðjunni af hálsi
drottningar hvernig sem hann reyndi og að
lokum leitaöi hann ráða hjá gamalli galdra-
konu, sem bjó þarna skammt frá.
11. Sú göldrótta gekk til kóngshallar og gaf sig
á tal viö drottningu. ,,Á ég ekki að greiða hár
þitt?“ spurði hún. Drottning fellst á þaó og svo
lengi var sú gamla að þessu að drottning
sofnaði. Þá var auðvelt að ná hálsfestinni.
12. Hofmeistarinn varð mjög glaóur við að fá
festinaog launaði hann galdrakonunni með því
að gefa henni gull- og silfurpeninga. Hún hélt
svo hróóug heim til sín.
Skemmtileg myndasaga í litum