Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1982, Page 34

Æskan - 01.01.1982, Page 34
SKÓLABÖRN SVARA Svör skólabarna í prófum geta oft verið mjög hugmyndarík og sniðug. Hér á eftir fara nokkur dæmi um það: Hvaða merkur útlendingur gekk í lið með Bandaríkjamönnum í frelsis- stríðinu? — Guð. í hvaða röð eru guðspjöllin? — Hvert á eftir öðru. Hvaða skepna verður hændust aó manninum? — Konan. Hvaða þjóð byggir Pódalinn? — Pódælingar. Fólkið sem bjó í Egyptalandi í forn- öld er kallað múmíur. Sá er helsti munur á lofti og vatni, að hægt er að auka raka í lofti, en ekki í vatni. Kettir eru ferfætlingar og venjulega eru fæturnir sinn í hverju horni líkam- ans. Maginn í flestum dýrum er rétt sunnan við rifin. Maðurinn er eina dýrið sem kann að kveikja Ijós og ekkert annað dýr kann heldur að snýta sér. Guð lét syndaflóðið koma af því að mennirnir voru svo óhreinir. Maðurinn er dýr sem klofið er upp að miðju og gengur á klofna endan- um. Hænur eru fallegir fuglar. Þær eru búnar þannig til að aðrar hænur liggja á eggjum og unga þeim út. Besta ráðið til að stöðva blóðrás úr fæti er að vefja fætinum utan um lík- amann, rétt fyrir ofan hjartað. Prestur var að hlýða börnurrTýfir kafla úr biblíusögunum sem þau höfðu átt að læra utanbókar. Kaflinn byrjaði svona: — Það boð gekk út frá keisaranurr Ágústusi að allur heimurinn skyldi skattskrifast. Einn drengurinn, sem var nokkuð gjarn á að lesa skakkt, þuldi þetta þannig: — Það roð hékk út úr keisaranum í öskustó, að allur heimurinn skyldi gatrífast. Gagnsær hlutur er eitthvað sem hægt er að horfa í gegnum, t. d. skrá- argat. Beinagrind er maður sem vantar á bæði húð og hár. Vinstra lungað í manninum er dálft- ið minna en hægra lungað af því að sálin er rétt hjá því. Og nú fór Chan að brjóta heilann um, hvar hægt væri að fela tryggða- tröllið hann Motsi. Og börnin gældu við Motsi og gæddu honum á sæl- gæti, því að þau vissu ekki, hve lengi þeim mundi haldast á honum. Daginn eftir var Motsi horfinn. Chan sagðist hafa falið hann og hann sagðist vona, að felustaðurinn væri svo öruggur, að hermennirnir fyndu hann ekki. — En nú verðið þið að eiga frí fyrst um sinn, börn! sagði skólastjórinn. — Lofið mér því, að vera góð og þæg — þá eigum við eftir að lifa farsæla daga eins og áður! Skömmu síðar kom heil fylking hermanna skálmandi og nam staðar við skólann. — Keisaranum hefur borist til eyrna, að hér sé til góður dreki í þorpinu, sagði foringinn. — Hvar er hann? Við eigum að sækja hann. — Dreki! tautaði gamli Chan. — Já, það er víst um það. Ég veit svei mérekki, hvarhann getur verið, en nú skulum við svipast um eftir honum. Foringi hermannanna horfði háðu- lega á gamla manninn, sem talaði um drekann eins og hann væri kettlingur, sem hefði falið sig. Hann skipaði her- mönnum sínum að halda spurnum fyrir um drekann og líta vel í kringum sig, en svo þagnaði hann allt í einu og góndi til fjallanna í vestri. Þar lagði upp reykjarmökk, sem varð meiri og meiri. — Hvað er þetta? spurði foringinn og benti á mökkinn. — Þaó er reykur, svaraði Chan of- ur sakleysislega. — Já, eins og ég sjái það ekki, að það er reykur — en hvaðan kemur hann? Og lítið þér á — þarna koma eldblossar í reyknum og það er eins og þeir færist nær. . . — Ojá, sagói Chan, — hann föðurfaðir hans föðurföður míns upp- lifði einu sinni ægilega jarðskjálfta og á undan þeim hafði rokið svona úr fjallinu. Það mundu þó ekki vera að koma jarðskjálftar núna? Jú, hermennirnir þóttust handvissir um það! Þeir höfðu upplifað jarð- skjálfta áður eða heyrt aðra segja frá, hve skelfilegir þeir væru, og þeir vissu aó þeir byrjuðu oft með eldgosum úr fjöllunum. Þeir þóttust vissir um, að þetta heimska fólk þarna í þorpinu hefði ekki hugmynd um hve hættulegt væri að vera þarna, og foringinn flýtti sér að segja: — Hér er enginn dreki! Ég verð aö fara aftur á fund keisarans og segja honum, að hér hafi ekki verið nema lítill og pervisinn dreki, sem ég hafi ekki einu sinni viljað sýna honum! Við skulum halda af stað! Svo skálmuðu hermennirnir hrað- stígir á burt og þeir komu aldrei aftur og enginn gerði boð eftir Motsi fram- ar. En þarna urðu engir jarðskjálftar og ekkertgos kom úr fjöllunum, þvíað þau voru ekki eldfjöll. Eldurinn og reykurinn kom nefnilega frá Motsi. Það er lélegur dreki, sem ekki getur spúð eldi og reyk. Og svo lifði fólkið og börnin í friði áfram hjá Chan gamla kennara og Motsi hinum hjálpsama. VESKAN t83ÁRA 30

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.