Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Síða 38

Æskan - 01.01.1982, Síða 38
Árlega koma á markaðinn margar íslenskar barnahljómplötur. Því miður eru þaer fæstar góðar. Oft eru text- arnir á barnaplötum svo illa ortir að til skammar er. Eins er engu líkara en að músíkantarnir kasti til höndunum þegar þeir eru að vinna við barna- plötur. Hér á eftir getur að líta lista yfir þær barnaplötur sem eru góðar. Eniga meniga Þetta er fyrsta góða íslenska barnahljómplatan. Það eru nú orðin 6 ár síðan hún kom á markaðinn. Eniga Meniga reyndist vera tímamótaplata því upp frá þessu snarbötnuðu gæði íslenskra barnaplatna. Lögin og text- arnir eru eftir Ólaf Hauk Símonarson Hattur og Fattur komnir á kreik Hattur og Fattur voru fastagestir í barnatímum sjónvarpsins fyrir nokkr- um árum. Síðar var þessi plata gefin út því þeir félagar höfðu náð mikilli hylli meðal ungu kynslóðarinnar. Tónlistin og textarnir eru eftir Ólaf Hauk Símonarson. Gunnar Þórðar- son stjórnar útsetningum. Gísli Rúnar Jónsson og Árni Blandon fara með hlutverk Hatts og Fatts. Gestur plöt- unnar er Olga Guðrún. Platan segir frá ferðalagi Hatts og Fatts niðri í miðbæ Reykjavíkur. Þar hitta þeir góða gesti og skemmta sér konung- lega. Emii í Kattholti Það kannast nú allir við hann Emil en Gunnar Þóröarson og Olga Guð- rún Árnadóttir sjá um allan hljóðfæra- leik og söng. Af þessari plötu var eitt lagið, ,,Ryksugulag“, mjög vinsælt. Það varð m. a. vinsælasta óskalagið hjá útvarpshlustendum það árið. Lög unga fólksins Flytjendur þessarar plötu kalla sig Hrekkjusvín. Þeir eru annars þekktari fyrir leik sinn og söng með hljóm- sveitunum: Diabolus in Musica, Spil- verki þjóðanna og Þokkabót. Tónlist- in er eftir Leif Hauksson gítarleikara Þokkabótar og Valgeir Guðjónsson gítarleikara Spilverksins. Textarnir eru eftir Pétur Gunnarsson er skrifaði bókina ,,Punktur, punktur, komma, strik." Enda eru textarnir náskyldir ýmsum köflum bókarinnar. karlinn, eina vinsælustu sjónvarps- stjörnu æskunnar. Á þessari plötu eru flutt nokkur kunn lög úr sjónvarps- þáttunum. Flytjendur eru m. a. Árni Tryggvason leikari, Sigrún Hjálmtýs- dóttir óperusöngkona (Diddú) o. fl. Músíkin er útsett af Karli Sighvatssyni fyrrum hljómborðsleikara Þursa- flokksins. Út um græna grundu Þetta e'r önnur platan af tveimur sem unnar voru upp úr Vísnabókinni. Hin platan, ,,Einu sinni var“, er sölu- hæsta plata sem gefin hefur verið út hérlendis. Hún seldist í tæpum 20 þúsund eintökum! Samt stendur hún þessari plötu langt að baki hvað músíkhliðinni viðkemur. Músíkin er unnin af: Gunnari Þórðarsyni gítar- leikara, Tómasi Tómassyni bassagít- 34

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.