Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1982, Page 46

Æskan - 01.01.1982, Page 46
TÓBAK OG ÁHRIF ÞESS í tóbaki er mjög sterkt eitur sem nefnist nikótín. Við tó- baksnotkun fer það út í blóðið og berst með því um allan lík- amann. Sá sem notar tóbak að staðaldri, hefur þetta eitur stöðugt í líkamanum. Því meira sem meira er reykt. Þegar sígaretta brennur myndast efni sem getur valdið krabbameini, einkum í lung- um eða öðrum öndunarfær- um. Krabbamein í lungum er nær 11 sinnum algengara í mönnum sem reykja, en þeim, sem reykjaekki. Krabbamein í öðrum líffærum er líka al- gengara hjá reykingamönn- um. Sígarettureykingar hafa stöðugt farió í vöxt á undan- förnum áratugum, og krabbamein í lungum hefur líka vaxið ár frá ári. Vaxandi lungnakrabbi er því afleiðing af vaxandi reykingum. Síga- rettureykingar valda margs- konar vanlíðan, hósta, mæði og fleiri skemmdum á líffær- unum. Miklar líkur eru á því að reykingar eigi þátt í ýmsum öðrum sjúkdómum. — Tó- baksnotkun er hættulegust börnum og unglingum. Margt þykir benda til þess að ungl- ingar, sem reykja mikið, þroskist seinna bæði andlega og líkamlega. — Reykingar eru mikill sóðaskapur. Þær spilla andrúmslofti, bæði fyrir þeim sem reykja og þeim, sem eru nálægt reykingamönnum. — Heilsan er dýrmætasta eign hvers manns. Skemmum hana ekki með reykingum. Tóbakið er eitur. Það er aldrei of seint að hætta að reykja. Hrönn Hafþórsdóttir. Æskan hefur á undanförnum árum boðið upp á fjölbreytllegt efni fyrir börn og unglinga, svo að með eindæmum þykir, ekki aðeins hér á iandi heldur víða meðal frændþjóðanna á Norðurlöndum. r Píanó.og orgel skólinn Látið nú eftir ykkur að læra á hljóðfæri, píanó eða orgel. Það er orðið svo auðvelt með lokaða kerfinu okkar. Komið öllum í gott skap í partýum og fjölskylduboðum vetrarins og drífið upp fjörið. Innritun í Hljóðfæraverslun mm\is h-f GRENSÁSVEG112 — SÍMI 32845 BALDWIN SKEMMTARINN (Model 128FE) er hljóðfærið sem allir geta spilað á. Heil hljómsveit í einu hljómboröi. Hljóðfæraverslun GRENSÁSVEG112 - SÍMI 32845 42

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.