Æskan - 01.05.1983, Page 12
Anna Laufey Árnadóttir var í 6
ára bekk í Fellaskóla sl. vetur en
núna er hún komin í sumarfrí. Æsk-
an spuröi hana hvaö hún ætlaði aö
gera í sumar.
„Ég fer til Akureyrar og verö þar í
nokkrar vikur,“ sagöi Anna; en þar
á pabbi hennar heima. „Mér finnst
miklu skemmtilegra á Akureyri en í
Reykjavík. Þar er hægt aö gera
miklu fleira. Einnig á ég marga vini
þar. Besta vonkona mín heitir
Lena.“
- Hefurðu oft farið til Akur-
eyrar?
„Já, mjög oft þegar ég á frí. Þá
fer ég meö flugvél."
- Ertu ekkert hrædd aö fljúga?
„Bara svolítið. Sérstaklega þegar
vélin er aö lækka sig áður en viö
lendum á flugbrautinni. Þá pompar
hún svo óþægilega og ég þarf aö
vera í belti. Mamma biður alltaf flug-
freyjuna um að passa mig og þá er
ég örugg. Þaö er gaman þegar flug-
freyjan gefurfarþegunum appelsín,
súkkulaöi og kex á leiðinni."
- Áttu einhver systkini, Anna?
„Já, eina systur. Hún heitir Alda
Hanna og er tveggja ára. Ég passa
hana oft og finnst það gaman. Hún
er líka svo mikil dúlla."
Anna Laufey Árnadóttir
- Boröar þú sælgæti?
„Já, en ekki mikið. En ég skal
segja þér aö hún Alda Hanna systir
mín er algjör sælgætisgrís."
Hef verið í Svíþjóð
- Hefurðu komið til útlanda?
„Einu sinni þegar ég var lítil. Þá
fór ég með mömmu til Svíþjóðar.
Ég man aö þaö var mikill hiti á
ströndinni. Sandurinn var heitur og
sólin sterk. Svo fór ég í tívolí."
- Horfirðu mikið á sjónvarpið?
„Já. Mér finnst Tommi og Jenni
skemmtilegastir. Stundin okkar er
líka ágæt.“
- Trúir þú á Guð?
„Já, ég veit að hann býr uppi í
himninum. Hann er ósýnilegur og
passar öll börn. Guð grætur þegar
við gerum eitthvað Ijótt af okkur og
líka þegar við eigum bágt. Ég kann
þrjár bænir: Faðir vorið, Legg ég
augun aftur, og Vertu, Guð faðir,
faðir minn.“
- Ertu stundum óþekk stelpa?
„Það kemur fyrir. Helst þegar ég
vil hafa krakka inni en fæ það ekki-
Þá er sagt að við ruslum svo mikið
út.“
- Hvaða matur finnst þér
bestur?
Anna hugsar sig svolítið um.
„Pylsur, bjúgu og kótelettur," segic
hún svo. „Hafragrautur er besti
grauturinn. Maður verður svo sterk-
ur af honum,“ bætir hún við.
- Hefurðu farið í leikhús?
„Já, ég hef bæði séð Gosa og
Línu langsokk. Mér fannst Lína
svakalega fyndin þegar hún var að
Rabbað við Önnu Laufeyju, 7 ára
12