Æskan - 01.05.1983, Side 14
- Afbrotamaðurinn, sem saknað
er, sást síðast í nánd við Granheim-
stöðina. Þá var hann klæddur í Ijós-
gráan jakka, dökkbrúnar flauels-
buxur, hvíta skyrtu, en hann hafði
ekkert bindi. Hann var berhöfðað-
ur. Þeir, sem kynnu að geta veitt
einhverjar upplýsingar, eru beðnir
að láta rannsóknarlögregluna í
Osló vita, sími 420615, eða hringja
í næstu lögreglustöð. -
Anton lokaði fyrir útvarpið.
„Nálægt Granheim-stöðinni,"
endurtók hann og leit á bróður sinn.
„Það er hreint ekki svo langt í
burtu.“ Róbert svaraði ekki strax.
Hann sat kyrr og leit út fyrir að vera
mjög hugsi.
„Hugsaðu þér bara, ef við gæt-
um klófest manninn," hélt Anton
áfram.
„Við skulum fara af stað og leita
að honum,“ sagði Róbert skyndi-
lega. Hann hafði einmitt verið að
hugsa um það sama. Það var ekki
svo lítið freistandi að hafa mögu-
leika á að hafa hendur í hári al-
ræmds glæpamanns, ekki síst þar
sem hann var stórhættulegur, hvar
sem hann fór.
„Við ætlum að skreppa út,
marnma," sagði Róbert. Móðir
þeirra sat inni í stofu og var að
prjóna. Hún hafði ekki heyrt aug-
lýsinguna í útvarpinu. „Við verðum
kannski dálitla stund."
„Komið þið nú ekki mjög seint
heim í kvöld, drengir mínir," sagði
frú Petersen. „Friðrik frændi ykkar
frá Osló, kemur í heimsókn."
Þeir reikuðu fyrst góða stund um
næsta nágrenni án þess að af-
marka nokkurt ákveðið svæði. Þeir
gengu um þessar fáu götur og torg,
sem í bænum voru, en hvergi komu
þeir auga á mann, sem líktist lýs-
ingunni á þessum, sem auglýst var
eftir.
„Það er greinilegt, að hann held-
ur sig ekki meðal fólks, ekki síst þar
sem nýbúið er að auglýsa eftir hon-
um,“ sagði Anton.
„Við ættum heldur að færa okkur
nær Granheim, þar sást hann þó
síðast."
Róbert var á sama máli. Satt að
segja hafði hann litla trú á að rekast
á manninn einhvers staðar á miðju
torgi.
„Það eru margir góðir felustaðir
hér í nágrenninu," sagði Róbert,
„ef hann er ennþá hér í þessu
héraði, þá hlýtur hann að vera í
runnunum umhverfis Bugðulæk og
Breiðavatn.
Þeir lögðu nú út á þjóðveginn, og
eftir hálfrar klukkustundar göngu
voru þeir komnir að veginum, sem
lá að Breiðavatni.
„Nú er best að fara varlega,"
sagði Anton, „það er aldrei að vita,
hvað komið getur fyrir."
Þeir læddust áfram eins og Indí-
ánar í vígahug. Fyrst í stað var Ant-
on á undan, en síðan tók Róbert við
leiðsögninni.
Allt í einu þreif Anton í handlegg-
inn á Róbert.
Ekki góður bóndi.
14