Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1983, Side 18

Æskan - 01.05.1983, Side 18
FJÖLSKYLDUÞÁTTUR í umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík. Ég ætla að segja hér sögu af litlu lambi, sem missti af móður sinni þegar smalað var til rúnings eitt vorið endurfyrir löngu. Orsökin fyrir því að lambið fann ekki móður sína var álitin vera sú, að lömbin hefðu verið tvö, og móðirin því látið sér nægja annað þeirra. Það gerðist á vordögum, þegar fyrstu lífgrösin teygðu kollana upp úr sverðinum, að lítið lamb leit veröldina sínum fyrstu augum. Móðirin annaðist það af mestu um- hyggju og nærfærni fyrstu vikurnar. Brátt kom að því að frelsi heiðarbúa var heft um tíma þegar Vigdís Einarsdóttir. fénu var smalað af fjalli til að marka nýfæddu lömbin og rýja fullorðna féð. Það var þá, sem örlög litla lambsins réðust. Þegar búið var að taka af fénu og marka flest lömbin, kom í Ijós að eitt þeirra hafði orðið viðskila við móður sína. Engin ánna vildi sinna því, og voru þá góð ráð dýr að finna farsæla lausn þess vanda er nú bar að höndum. Nú þarf að greina frá heim- ilishögum þar sem þetta gerðist. Þríbýli hafði verið þar um langan aldur, en er jarðnæði losnaði á næsta bæ flutti ein fjölskyldan þangað. Skyldleiki og vinátta var með heimilisfólki á öllum býlunum, en á einu þeirra voru börn á ýmsum aldri, og voru þau eftirlæti fullorðna fólksins, ekki síst þess er flutt hafði burtu. Segir nú aftur frá er móðurlausa lambið er eitt og yfirgefið í réttinni. Er nú settur fundur meðal fjáreig- enda um hvað gera skuli við lamb- ið. Niðurstaðan varð sú, að það skyldi gefið 14 ára stúlku af öðrum bænum, en hún var um þessar mundir ráðskona hjá föður sínum, meðan móðir hennar var á sjúkra- húsi í Reykjavík. Líður nú og bíður, lambið vex og dafnar, mikið dálæti er á því hjá ungu fóstrunni, ef til vill er of mikið látið eftir því, það gengur frjálslega um híbýli manna, og gerir sér dælt við ýmsa. Sumarið líður, hausta tekur, kyrrð og friður heiðanna verður brátt rof- inn, líftími margra lambanna er skammur, réttir og sláturtíð nálgast óðfluga. Spurning: Hvað verður um heimalninginn? fær hann að lifa? - Raddir heyrast, að best sé að lóga honum. Fóstran hlustar, hjarta hennar slær örar en áður, eitthvað verður að gera, ráð verður að finn- ast. Einhver innri styrkur býr með þeirri 14 ára að gefast ekki upp við svo búið. Á þessum árum mátti gæta vel að öllu, því auður var ekki í allra búum, en eitt vissi fóstran, að lömb, sem búið var að bólusetja, voru ekki leidd til slátrunar. Þessa vitneskju hugðist fóstran notfæra sér, nú kom sér vel vinátt- an við fólkið, sem áður hafði búið í sambýli við hana, því sá, sem bólu- setja átti féð í þetta sinn, var einmitt bóndinn, sem flutt hafði á næsta bæ. Nú rann upp sá viðburðaríki dag- ur, þegar bólusetja átti líflömbin, en svo voru þau kölluð lömbin sem sett voru á vetur. Fyrrnefndur bóndi kom á tilsettum tíma tilbúinn í starfið. Þá bað fóstran hann, svo lítið bar á, að eiga nú eftir bóluefni í svo sem eina kind, þegar hann kæmi aftur heim úr fjárhúsunum, að lokinni bólusetningunni. Hann sagði fátt, en vitað var að hann hafði heyd bónina, og skildi um leið mikilvægi hennar. Allt gekk vel fyrir sig í fjárhúsun- um, bólusetningunni var lokið. Á eftir var öllum mannskapnum boðið til kaffidrykkju í bænum, sem heimalningurinn var ekki til húsa í- Allir flýttu sér í kaffið, nema fóstr- an, sem hafði lambið sitt lokað inni, en þangað brá bólusetningarmað- 18

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.