Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Síða 5

Æskan - 01.01.1986, Síða 5
Vormótið að Laugalandi. I maí 1985 var að venju haldið Vormót barnastúkna á Norðurlandi, að þessu sinni að Laugalandi í Eyjafirði. Þátt- takendur voru frá barnastúkunum Sakleysið nr. 3, Von nr. 75 og Samúð nr- 102 frá Akureyri og Leiðarstjörn- unni nr. 136 frá Dalvík. Á mótinu var keppt í knattspyrnu, handbolta og sundi. Fyrirtæki IOGT á Akureyri, Hótel Varðborg og Borgarbíó gáfu veglega verðlaunagripi til að keppa um í knattleikjum en barnastúkan Æskan hafði gefið glæsilegan bikar sem sundfólkið þreytti kapp um. Þann bikar vann Sakleysið í þriðja sinn - og nú til eignar. Sakleysið var raunar einnig hlutskarpast í handknattleik og knattspyrnu. Farið var í ýmsa leiki og skipt liði til reiptogs milli drengja og stúlkna. Stúlkurnar unnu glæsilega - en ekki fylgdi sögunni hvort þær voru fleiri eða einfaldlega sterkari. Sömu fyrirtæki og fyrr voru nefnd gáfu veitingar, pylsur og ávaxtasafa. Þau leystu líka alla mótsgesti út með gjöfum - að fornum sið - gáfu þeim könnu með merki Góðtemplararegl- unnar. Gott veður var mótsdaginn og allir skemmtu sér hið besta. í Galtalækjarskógi I Galtalækjarskógi söfnuðust barna- stúkur á Suðurlandi saman seint í júní. Þær komu úr Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, Garði og undan Eyjafjöllum. Eins og undanfarin ár var keppt í þríþraut, þ.e. langstökki án atrennu, hlaupi og boltakasti. Þátttaka var góð og keppnishugur mikill enda til ágætra verðlauna að vinna. Baldur Brjánsson töframaður mætti á staðinn og plataði allt liðið upp úr skónum við góðar undirtektir! Júlíus Sigurðsson þandi nikkuna og radd- böndin (eins og sjá má á mynd) og krakkarnir létu ekki sitt eftir liggja í leik og söng. Dálítill strekkingur hafði sett hroll í mótsgesti en hopp og hí með Júlla og heitar pylsur, sem Ungl- ingareglan veitti, yijuðu fljótt og vel. Að þessu sinni var líka snætt inni í nýjum og glæsilegum skála Sumar- heimilis templara. Knattspyrnu- og handknattleikslið bst. Sakleysið nr. 3 Þannig er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í barnastúkustarfinu — eins ogýmsum öðrum góðum félögum fyrir börn og unglinga. Og jafnframt glöðum leik mótast í vitundinni vissa um hve miklu skiptir að lifa heilbrigðu lífi og temja sér hollar venjur, vera hjálpsamur og koma vel fram við alla. Og það er ekki lítilvœgt....... Bst. Æskan — Félagsvist 5

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.