Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 5
Vormótið að Laugalandi. I maí 1985 var að venju haldið Vormót barnastúkna á Norðurlandi, að þessu sinni að Laugalandi í Eyjafirði. Þátt- takendur voru frá barnastúkunum Sakleysið nr. 3, Von nr. 75 og Samúð nr- 102 frá Akureyri og Leiðarstjörn- unni nr. 136 frá Dalvík. Á mótinu var keppt í knattspyrnu, handbolta og sundi. Fyrirtæki IOGT á Akureyri, Hótel Varðborg og Borgarbíó gáfu veglega verðlaunagripi til að keppa um í knattleikjum en barnastúkan Æskan hafði gefið glæsilegan bikar sem sundfólkið þreytti kapp um. Þann bikar vann Sakleysið í þriðja sinn - og nú til eignar. Sakleysið var raunar einnig hlutskarpast í handknattleik og knattspyrnu. Farið var í ýmsa leiki og skipt liði til reiptogs milli drengja og stúlkna. Stúlkurnar unnu glæsilega - en ekki fylgdi sögunni hvort þær voru fleiri eða einfaldlega sterkari. Sömu fyrirtæki og fyrr voru nefnd gáfu veitingar, pylsur og ávaxtasafa. Þau leystu líka alla mótsgesti út með gjöfum - að fornum sið - gáfu þeim könnu með merki Góðtemplararegl- unnar. Gott veður var mótsdaginn og allir skemmtu sér hið besta. í Galtalækjarskógi I Galtalækjarskógi söfnuðust barna- stúkur á Suðurlandi saman seint í júní. Þær komu úr Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, Garði og undan Eyjafjöllum. Eins og undanfarin ár var keppt í þríþraut, þ.e. langstökki án atrennu, hlaupi og boltakasti. Þátttaka var góð og keppnishugur mikill enda til ágætra verðlauna að vinna. Baldur Brjánsson töframaður mætti á staðinn og plataði allt liðið upp úr skónum við góðar undirtektir! Júlíus Sigurðsson þandi nikkuna og radd- böndin (eins og sjá má á mynd) og krakkarnir létu ekki sitt eftir liggja í leik og söng. Dálítill strekkingur hafði sett hroll í mótsgesti en hopp og hí með Júlla og heitar pylsur, sem Ungl- ingareglan veitti, yijuðu fljótt og vel. Að þessu sinni var líka snætt inni í nýjum og glæsilegum skála Sumar- heimilis templara. Knattspyrnu- og handknattleikslið bst. Sakleysið nr. 3 Þannig er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í barnastúkustarfinu — eins ogýmsum öðrum góðum félögum fyrir börn og unglinga. Og jafnframt glöðum leik mótast í vitundinni vissa um hve miklu skiptir að lifa heilbrigðu lífi og temja sér hollar venjur, vera hjálpsamur og koma vel fram við alla. Og það er ekki lítilvœgt....... Bst. Æskan — Félagsvist 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.