Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Síða 8

Æskan - 01.01.1986, Síða 8
X f OG HAVAXIN DRAUMADIS SIGURÐUR HELGI í VIÐTÆLI Fyrir síðustu jól kom út platan Friðarjól með þeimfeðgum, Pálma Gunnarssyni og Sigurði Helga. Sá síðarnefndi er aðeins ellefu ára og þetta er ífyrsta sinn sem hann syng- ur á plötu. Friðarjól fékk mjög góð- ar viðtökur — var með söluhæstu plötunum - og þeir feðgar fengu mjög lofsamlega dóma í blöðum. Par sem Sigurður Helgi er á aldur við marga lesendur Æskunn- ar þótti okkur vel við hœfi að taka hann tali til að kynna hann nánar fyrir lesendum blaðsins. Við sóttum hann heim í Garðabœ á gamlaárs- dag og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Ekkert gaman í kór Sigurður Helgi steig fyrstu skrefin í sönglistinni með Barnakór Garðabæj- ar. Hann er nýlega hættur að æfa með honum. „Ef maður ætlar að vera í kör þá þarf maður að stunda æfingar mjög vel,“ sagði hann. „Stundum eru æfing- ar um helgar en þá er ég oftast í Reykjavík hjá pabba mínum. Svo finnst mér ekkert sérstaklega gaman í kór.“ —Hafði þig dreymt lengi um að feta í fótspor pabba og mömmu (Þuríðar Sigurðardóttur) og syngja inn á plötu? „Já, ég hafði hugsað um að það gæti verið gaman. Þegar pabbi talaði við mig í haust fékk ég mitt fyrsta tæki- færi. Upphaflega átti að taka plötuna upp í Svíþjóð í fyrrasumar en það var hætt við það vegna of mikils kostnað- ar. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þessu en svo fór málið aftur á skrið og upptakan fór fram í Hljóðrita í Hafnarfirði í nóvember og byrjun desember. Það mátti ekki seinna vera svo að hún kæmist út fyrir jól.“ -Var ekki gaman að fá þetta tæki- færi? Sigurður jánkaði því. „Upptökurnar gengu ágætlega fyrir utan einn dag en þá var aðeins hægt að taka upp eitt lag, - lagið Jólafrið. Ég þurfti að syngja það aftur og aftur í hljóðverinu. Það var vegna þess að ég var ekki í essinu mínu og ekki í góðu skapi þann daginn. Ég hafði ekki sofið nógu vel nóttina áður.“ — Þuríður, mamma hans, bætti við að það hefði tekið dálítinn tíma fyrir Sigurð að venjast því að syngja með heyrnartól á eyrunum. Heyrnartólin þurfti hann að hafa til að heyra hljóm- sveitarundirleikinn. Ánægður með útkomuna Sigurður Helgi sagði að það hefði helst komið sér á óvart við upptök- urnar hvað söngurinn hefði þurft að vera nákvæmur og erfitt að gera upp- tökumönnunum til hæfis. Eftir að hafa sungið sama lagið nokkrum sinnum var ein upptakan valin á plötuna. „Ég er ofsalega ánægður með plöt- una,“ sagði Sigurður Helgi þegar við spurðum hann um það. „Ég lék hana sama daginn og hún kom út - og síðan ekki meir. Ég var búinn að syngja og heyra lögin svo oft í hljóðverinu.“ -Hvernig var svo að heyra í sjálfum sér í útvarpinu? „Það er dálítið skrítið því að manni finnst röddin breytast. En það var ánægjulegt að útvarpsmennirnir skyldu vilja leika lögin.“ —Langar þig ekki til að vera með á fleiri plötum? „Jú, ég hefði ekkert á móti því.“ Reikningurinn leiðinlegur Sigurður Helgi er í 5. KS í Flata- skóla. „Það er stundum gaman í skólanum en líka stundum leiðinlegt,“ svaraði hann er spurt var um þau mál. „Skemmtilegustu fögin, sem ég læri, eru landafræði, kristinfræði og skrift. Reikningurinn er leiðinlegastur." Hann lagði áherslu á síðustu setn- inguna. 8 i

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.