Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 8
X f OG HAVAXIN DRAUMADIS SIGURÐUR HELGI í VIÐTÆLI Fyrir síðustu jól kom út platan Friðarjól með þeimfeðgum, Pálma Gunnarssyni og Sigurði Helga. Sá síðarnefndi er aðeins ellefu ára og þetta er ífyrsta sinn sem hann syng- ur á plötu. Friðarjól fékk mjög góð- ar viðtökur — var með söluhæstu plötunum - og þeir feðgar fengu mjög lofsamlega dóma í blöðum. Par sem Sigurður Helgi er á aldur við marga lesendur Æskunn- ar þótti okkur vel við hœfi að taka hann tali til að kynna hann nánar fyrir lesendum blaðsins. Við sóttum hann heim í Garðabœ á gamlaárs- dag og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Ekkert gaman í kór Sigurður Helgi steig fyrstu skrefin í sönglistinni með Barnakór Garðabæj- ar. Hann er nýlega hættur að æfa með honum. „Ef maður ætlar að vera í kör þá þarf maður að stunda æfingar mjög vel,“ sagði hann. „Stundum eru æfing- ar um helgar en þá er ég oftast í Reykjavík hjá pabba mínum. Svo finnst mér ekkert sérstaklega gaman í kór.“ —Hafði þig dreymt lengi um að feta í fótspor pabba og mömmu (Þuríðar Sigurðardóttur) og syngja inn á plötu? „Já, ég hafði hugsað um að það gæti verið gaman. Þegar pabbi talaði við mig í haust fékk ég mitt fyrsta tæki- færi. Upphaflega átti að taka plötuna upp í Svíþjóð í fyrrasumar en það var hætt við það vegna of mikils kostnað- ar. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þessu en svo fór málið aftur á skrið og upptakan fór fram í Hljóðrita í Hafnarfirði í nóvember og byrjun desember. Það mátti ekki seinna vera svo að hún kæmist út fyrir jól.“ -Var ekki gaman að fá þetta tæki- færi? Sigurður jánkaði því. „Upptökurnar gengu ágætlega fyrir utan einn dag en þá var aðeins hægt að taka upp eitt lag, - lagið Jólafrið. Ég þurfti að syngja það aftur og aftur í hljóðverinu. Það var vegna þess að ég var ekki í essinu mínu og ekki í góðu skapi þann daginn. Ég hafði ekki sofið nógu vel nóttina áður.“ — Þuríður, mamma hans, bætti við að það hefði tekið dálítinn tíma fyrir Sigurð að venjast því að syngja með heyrnartól á eyrunum. Heyrnartólin þurfti hann að hafa til að heyra hljóm- sveitarundirleikinn. Ánægður með útkomuna Sigurður Helgi sagði að það hefði helst komið sér á óvart við upptök- urnar hvað söngurinn hefði þurft að vera nákvæmur og erfitt að gera upp- tökumönnunum til hæfis. Eftir að hafa sungið sama lagið nokkrum sinnum var ein upptakan valin á plötuna. „Ég er ofsalega ánægður með plöt- una,“ sagði Sigurður Helgi þegar við spurðum hann um það. „Ég lék hana sama daginn og hún kom út - og síðan ekki meir. Ég var búinn að syngja og heyra lögin svo oft í hljóðverinu.“ -Hvernig var svo að heyra í sjálfum sér í útvarpinu? „Það er dálítið skrítið því að manni finnst röddin breytast. En það var ánægjulegt að útvarpsmennirnir skyldu vilja leika lögin.“ —Langar þig ekki til að vera með á fleiri plötum? „Jú, ég hefði ekkert á móti því.“ Reikningurinn leiðinlegur Sigurður Helgi er í 5. KS í Flata- skóla. „Það er stundum gaman í skólanum en líka stundum leiðinlegt,“ svaraði hann er spurt var um þau mál. „Skemmtilegustu fögin, sem ég læri, eru landafræði, kristinfræði og skrift. Reikningurinn er leiðinlegastur." Hann lagði áherslu á síðustu setn- inguna. 8 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.