Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1986, Síða 51

Æskan - 01.07.1986, Síða 51
lPpskrift að kókóskúlum Frábæra Æska. ert alveg pottþétt barnablað! Þið |^®ttuð gjarnan birta veggmyndir af enu, Queen og Prince. Sá síð- astuefndi er eftirlætis-tónlistarmaður minn. Þið mættuð segja meira frá hon- Urn í poppþættinum. Svo mættuð þið Vera með fleiri spurningaleiki í svipuð- Urn dúr og skólarnir taka þátt í. Okkar a milli er alveg frábært! Að síðustu sendi ég ykkur uppskrift a kókoskúlum. Hún er svona: 100 gr smjörlíki 75 gr flórsykur 75 gr kókosmjöl 3 msk kakó (dökkt) Vanilludropar Hrærið öllu saman og gerið litlar ^ulur. Bless, bless, Ein nafnlaus að dejja úr ásí hæ! % ætla að lýsa draumaprinsinum trUnurn. Hann er lítill miðað við aldur °8 með skolleitt hrokkið hár. Hann er islega sætur og skemmtilegur. Hann ^ með blá augu og tekur þátt í 'Próttum. Bæ, bæ Ein að deyja úr ást ^sífirskur draumapríns K*ra Æska. s le) erum hérna tvær á Austurlandi 111 viljum lýsa draumaprinsinum *ar- Hann er dökkhærður með brún uJ8u °g frekar lítill. Hann er pottþétt- a skíðum, einnig í fótbolta og sundi. ið vonum að þú birtir þetta. Tvcer ástfangnar á Austfjörðum Bréfaskipti Kæra Æska. í fimmta tölublaði birtust nöfn tveggja stelpna frá Filippseyjum sem vantaði íslenska pennavini. Einnig rakst ég á nafn stelpu frá Sádi-Arabíu. Ég hef dálítinn áhuga á að skrifa þess- um stelpum en ég veit ekki á hvaða tungumáli það ætti að vera. Á ég að skrifa á ensku? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna, Ein í vandrœðum Svar: Prófaðu að skrifa þeim á ensku. Margir unglingar í Asíu kunna dálítið fyrir sér í því tungumáli. Það var ís- lensk stelpa sem gaf okkur upp þessi nöfn og hún hefði áreiðanlega tilgreint það í bréfi sínu ef það hefði verið eitthvert annað tungumál sem átti að skrifa. Sparaði ÓIi pcninga? Óli kom hróðugur heim úr skólan- um og sagði við bróður sinn: - Ég sparaði mér 5 kr. með því að hanga aftan í strætó. - Þú hefðir átt að hanga aftan í leigubfl, þá hefðirðu sparað 300 krónur. Sendandi: Ein á Akureyri Litið áslarævintýri Kæri Æskupóstur! Ég er áskrifandi að blaðinu og hef verið það lengi. Mér finnst það æðis- lega skemmtilegt. Fyrir hálfu ári birtist nafn mitt í pennavinadálkinum. Þrjár stelpur skrifuðu mér en aðeins einn strákur. Ég ákvað að skrifa einni stelp- unni og svo stráknum. Hann á heima í Reykjavík en ég fyrir norðan. Hann er jafngamall mér, - 13 ára. Það tókst svo góð vinátta með okkur í bréfunum að við ákváðum að hittast og sjá hvort annað þegar ég var á ferð í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Svo rann upp hinn langþráði og stóri dagur! Við hittumst við innganginn í Stjörnubíó því að við ætluðum saman í bíó. Mér leist ofsalega vel á hann þeg- ar ég sá hann og fór að tala við hann og mér virtist að honum litist jafn vel á mig. Við töluðum mikið saman í bíó- inu og kvöddumst svo þegar myndin var búin því að mamma og pabbi biðu eftir mér. Við ákváðum að halda áfram að skrifast á og fara aftur í bíó þegar ég kæmi næst í bæinn. Og nú bíð ég ofsalega spennt og hlakka mikið til. Já, ég sé alls ekki eftir að hafa sett nafnið mitt í penna- vinadálk Æskunnar. Ein 13 ára á Blönduósi L 51

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.