Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1987, Side 4

Æskan - 01.02.1987, Side 4
Litið inn í cljassbullclKíina Splitl og Margar ungur stelpur hafa mikið dá- læti á djassballett. Það getum við merkt af bréfum sem berast í penna- vinadálk Æskunnar en þar nefna börn- in einmitt áhugamál sín. Það eru ekki mörg ár síðan farið var að kenna þenn- an dans hérlendis. Vinsældirnar hafa aukist ár frá ári og þeir sem á annað borð byrja að læra djassballett halda því áfram og hópurinn stækkar. Blaðamaður Æskunnar leit inn í Jasssporið á Hverfisgötu 105 fyrir skömmu til að fylgjast með æfingu hjá 10-12 ára stelpum. Kennarinn þeirra lét þær hita vel upp og teygja vel á liðböndum áður en sjálfur dansinn hófst. Síðan fettu þær sig og brettu, fóru í flikkstökk, splitt og spíkat og hvað þetta heitir allt saman. Þær voru ótrúlega liprar; að minnsta kosti þótti blaðamanni nóg um og hefði líklega beinbrotnað ef hann hefði þurft að gera allar þessar æfingar. Tvisvar í viku hittist þessi hópur og æfir. Námskeiðið er í 15 vikur. Sumar fettur og stelpnanna hafa æft í nokkur ár efl ® ® ® aðrar skemur. Blaðamaður var fraedd' ur um það í heimsókninni að boði1 væri upp á námskeið fyrir tveggja árJ börn og eldri. Því fyrr sem börn byrja að æfa og teygja á Iiðamótunum þeim mun betra. Við höfum ekki fleiri orð um þessa nýjustu 'íþrótt barna og unglinga efl látum myndir Heimis Óskarssonar tab sínu máli. spíkat, brettur 4

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.