Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1987, Qupperneq 27

Æskan - 01.02.1987, Qupperneq 27
j^Ppi a heiði. Ekki var hægt að snúa við Pví að þá var veðrið í fangið. Á bagga- estinum var matur — fiskur. Margar Hiáltíðir. En hér var ekki um margt að §era. Þeir skildu baggana eftir í skafli komu heim seint um kvöldið, fisk- ausir og fannbarðir, bæði hestar og menn. Pað var komið vor þegar feðgarnir v>rjuðu aftur um fiskinn. Hann lá í jj'.aflinum óskemmdur eins og þeir ófðu skilið við hann um haustið. ^ ^8 svo kom að því að Eyvi átti að rmast — og margir fleiri krakkar í SVeitinni. . ^trákarnir hópuðu sig saman á hlað- mu á prestssetrinu. Þeir voru fullir f t'rv®ntingar. Presturinn var orð- agður gáfumaður þó að hann þætti Srr>áskrítinn. Hann hlaut að segja þeim jnargt merkilegt. Og bráðum yrðu þeir u 'orðnir menn. Þetta var verulega j^erkilegt vor að þeirra dómi. En annski hafa þeir verið alltof bjart- sýnir, strákagreyin. Það hættir mörg- hl þess, sérstaklega þegar þeir eyra talað um nýja öld og nýja tíma. Nu var kallað á þá. En það var nú ekki beinlínis til að etJast við neina menntabrunna heldur a tu þeir að fara með gamla hundinn Prestsins út í mógröf og drekkja nonum. Pað var framlág hersing sem rölti út yor túnið, ekki auðséð hver átti að Ia a hverjum því að fáa unglinga angar til að drepa hund, þetta góð- Vnda og hrekklausa kvikindi. n hér dugði ekki að deila við dóm- arann. að"h^ ^rtstnum fræðum er það að segja pau vildu ganga illa inn í drengina. s 3 Var eins og einhver lítill púki hefði st að í þeim. Þegar búið var að mmta hverjum manni á bænum atinn eins og alltaf var gert í þá daga at komið fyrir að einhver fermingar- urinn stingi undan eða hreinlega 1 æðareggið af diski einhvers vinnu- ^ annsins ef hann var ekki nógu fljótur ffttvang. Af þessu varð hið mesta vit 1^°^ °8 sa sem eggið missti auð- 1 að öskuvondur. En drengirnir gættu s Ss að enginn einn yrði uppvís. Þeir ^emþögðu og átu sitt hálfa æðaregg. e lnnumenn fengu aftur á móti heilt ^'rkjujörðin var mikil hlunninda- jorð. Að lokum komust þó allir krakkarn- ir í kristinna manna tölu. Og líklega hefur það verið þetta vor sem ungir og framtakssamir menn bjuggu til sund- laug í sveitinni. Það er að segja, þeir grófu stóra gryfju úti í mýri þar sem var jarðhiti. Gryfjan fylltist brátt af þægi- lega volgu vatni - og svo var fenginn kennari. Þarna lærði svo unga fólkið sundlistina, að minnsta kosti strákarn- ir. í gamla daga þótti ekki fínt að stelpur lærðu að synda. En mamma Eyva hafði nú fastráðið að hann skyldi læra eitthvað meira en kristnu fræðin þó að þau væru góð til síns brúks. Pabbi hans samþykkti. Og svo var Eyva komið í kennslu til lækn- isins í sveitinni, ásamt tveim öðrum strákum sem áttu stórhuga foreldra. Þetta var nú sannarlega fengur fyrir strákana. Læknirinn var sérkennilegur karl en hann var oft gamansamur og drengjunum fannst auðvelt að læra hjá honum. Það var samt hvorki kennarinn né bækurnar sem drógu mest að sér at- hygli Eyva heldur var það klukka læknisins, stór og falleg klukka sem stóð á gólfi og gekk í sífellu, hægt og virðulega. Aðra eins klukku hafði Eyvi aldrei augum litið. Þegar enginn sá til stóð hann sem heillaður framan við þetta undratæki. Sá sem ætti nú kost á að kynnast slíku gangverki! En einhvers staðar hlutu svona grip- ir að vera smíðaðir. Þar hlaut að vera hægt að komast í vinnu - eða nám, hugsaði Eyvi kannski. Hvað hafði mamma hans sagt um duglega unga menn sem vildu læra? Hann seildist ofurvarlega og opnaði klukkuna. Síðan stöðvaði hann dingul- inn. Þá var einhvers staðar gengið um. Eyvi forðaði sér í ofboði. — Hvað er þetta? sagði fólkið — Klukkan stendur. Það er óvenjulegt. — Mjög svo, sagði læknirinn. Engum datt í hug að spyrja Eyva og hann sagði ekki neitt heldur. Hann grúskaði þegjandi í lærdómsbókunum. Það dugði ekki annað ef maður ætlaði að mennta sig. Þegar Eyvi var 15 ára fór hann í kaupavinnu á einn af bæjunum í sveit- inni. Bóndinn hét undarlegu nafni. Hann hét Samson. Hann hafði legið veikur allt sumarið en vinnufólkið var allt kunnugt og gekk heyskapurinn sinn vanagang. Þó var eins og allir kviðu einhverju. Eyvi heyrði stundum fullorðna fólk- ið talast við í hálfkveðnum vísum sem kallað er. Og honum skildist brátt að Samson ætti ekki langt eftir. Eyvi dauðsá eftir að hafa ráðið sig á þennan alvörugefna bæ. Hann óskaði þess eins að bóndi lifði fram yfir sláttinn svo að sjálfur væri hann farinn úr vistinni þeg- ar umskiptin yrðu. En varla var við því að búast. Eyvi kveið hverju kvöldi. Hann kvaldist af myrkfælni. Hann gat ekki sofnað á kvöldin. Honum fannst að hann yrði að hlusta á stunur Sam- sonar. Þó að það væri óhugnanlegt væri þó enn hræðilegra ef þær hættu. Þá vekti hann einn í baðstofunni — með dánum manni. Eyvi vann eins og hestur. Kannski lyki slættinum einum eða tveimur dögum fyrr ef hann herti sig. Svo var það einn þurrkdag að allir voru í heyi. Sólskin var og blíðviðri. Þá þurfti einhver rosknu mannanna að nota eitthvað sem hann hafði gleymt inni í baðstofu, hnífinn sinn eða tóbakspontuna kannski. - Hann Eyvi skreppur fyrir þig, sagði einhver - hann er svo ungur og Iipur. Eyvi hraðaði sér. Hann reyndi þó að ganga hljóðlega um ef húsbóndinn svæfi. En allt í einu fann hann að horft var á hann. Hann sneri sér snöggt við. Samson lá kyrrlátur og glaðvakandi í rúmi sínu. Hann horfðist í augu við unga vinnumanninn, fast og lengi eins og til að festa huga hans. Svo sagði hann hægt: — Þú þarft ekki að vera hræddur við mig. Eyvi mundi ekkert til að segja. Hann gekk aftur út á tún til fólksins. En hann fann aldrei framar til myrk- fælni. Ekki þegar Samson dó nokkrum dögum seinna. Aldrei framar. Langa ævi dreif ýmislegt á daga hans en myrkfælni varð honum ekki til trafala. Hann fór út í heim og kom heim aftur. Og fór aftur. Á efri árum sagði hann stundum — eins og óvart — frá löngu liðnum atvikum. Þess vegna vitum við hvernig þetta var þó að langt sé um liðið. 27

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.