Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 40

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 40
7. Samtal í skóginum Pað var komið kvöld. Jói og Spúki sátu efst uppi í tré. Þeir horfðu út yfir skóginn. „Það er eitt sem mig langar til að vita,“ stundi Jói upp. „Heldurðu að það sé rúm fyrir mig í geim-farinu ykkar? Ég er mest að hugsa um að fara að heiman. Það skilur mig enginn þar.“ Jói horfði dapur á vin sinn. Spúki hætti að brosa og sagði: „Þetta er skrítið. Ég ætlaði einmitt að spyrja þig um það sama. Mig langar líka að fara að heiman. Það er ekkert gaman að ferðast með þeim. Amma lætur svo hræðilega illa á leiðinni. Hún er alveg að drepa okkur.“ Vinirnir þögðu báðir og hugsuðu. Jói hafði ekki komið heim síðan um hádegi. Nú færu þau bráðum að leita og kalla. Þetta hafði verið fínn dagur með Spúka. Hann hafði alveg gleymt Halla. Halli....! Jói fékk sting í magann. Ef hann færi með Spúka sæi hann Halla aldrei meir. Allt í einu fór rauða kúlan hans Spúka að blikka og pípa. „Hana nú, þetta er amma,“ sagði Spúki. „Aldrei er friður. Hún er svo frek. Nú á ég að fara að sofa og ég er ekkert syfjaður. Svona er þetta alltaf.... “ Spúki talaði og talaði og kúlan blikkaði og pípaði. Loks gafst hann upp og renndi sér niður úr trénu. „Við sjáumst á morgun,“ sagði hann, „geimfarið fer annað kvöld.“ „Á sama stað,“ kallaði Jói á eftir honum. Spúki hvarf á mjóu fótunum sínum inn í leyni-göngin. Við og við sá Jói þó glampa á rautt ljósið frá kúlunni hans milli trjánna. Átti hann að fara að ferðast þarna uppi annað kvöld? Hann var með kitlur í maganum þegar hann gekk heim á leið. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.