Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1987, Side 50

Æskan - 01.02.1987, Side 50
Vagnalestir 5. Lagt var upp í býtið á hverjum degi því að löng var leiðin framundan og lestirnar komust yfirleitt ekki nema um 3 km á klukkustund. Áfram var haldið fram undir myrkur en þá var vögnunum lagt í hring svo að úr varð vagnaborg. Matur var eldaður og síðan bjuggu menn sig undir nóttina. Oft var þó setið og sungið eða sagðar sögur fram eftir nóttu. Eitt af verkefnum njósnaranna var, eins og fyrr var sagt, að afla nýmetis með því að veiða villidýr sem nóg var af á sléttunum um þessar mundir. Ef menn voru svo heppnir að finna vísundahjörð tóku venjulega gf einhverjir ferðalanganna þátt í veiðunum með njósnurunum- unnt var að skjóta nokkra vísunda var fenginn matur til nokkurfJ daga en auk þess voru húðirnar til margs nytsamlegar. Það var veðurfarið sem bakaði fólkinu venjulega mesta erfiðle'*'1'' Tíminn var dýrmætur svo að reynt var að halda áfram hvernig sel1’ viðraði. En það var ekki alltaf auðvelt því að oft sukku vagnarn|r upp að öxli eftir miklar rigningar. Urðu menn þá stundum að fyrirberast þar sem þannig fór uns upp stytti og færð varð bet'1 6. Vagnalestirnar urðu að fara yfir óteljandi læki, ár og straum- hörð fljót á leiðinni vestur slétturnar. Þar renna mörg stærstu fljót Bandaríkjanna og gefur að skilja að oft hefir verið örðugt að koma stórri og þungri vagnalest yfir slíka torfæru án þess að yrði að slysi. Áður en sjálf lestin fór riðu menn ána til að kanna botninn, strauminn og annað. Stundum var nauðsynlegt að smíða |V1 fleka til að ferja vagnana yfir en menn reyndu að forðast það Þ að það var mjög tímafrekt. Sjaldan var farið yfir vatnsfáll án P j að eitthvert óhapp yrði. Ferðalangarnir urðu sífellt að vera á vt- gegn Indíánum sem fögnuðu því að sjálfsögðu ekki að landnv arnir legðu undir sig land þeirra. 50

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.