Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Síða 11

Æskan - 01.01.1988, Síða 11
Æskan spyr: Ágúst Finnsson 13 ára: Ég sel blöð á Lækjartorgi og leik körfubolta með vinum mínum. Nei, ég æfi ekki körfubolta reglu- lega. Lilja Björk Björnsdóttir 12 ára: Ég gæti lítillar stelpu á hverjum degi eftir skóla. Einnig æfi ég sund hjá sunddeild KR. Svo er ég í leikhópnum Líf í lit með nokkr- um vinkonum mínum. Sigurborg Ólafsdóttir 13 ára: Ég stunda Ijósmyndun í Garða- skóla í Garðabæ einu sinni í viku og líkar það vel. Ég hlusta mikið á útvarpið og leik mér við vinkon- ur mínar. Jón Þór Birgisson 12 ára: Ég er að læra á gítar. Svo leik ég mér mikið á hjólinu mínu og hjólabrettinu. Einnig er ég í Leti- klúbbnum svonefnda ásamt nokkrum félögum minum. Við leigjum okkur myndbandsspólu til að horfa á og borðum sælgæti með. Sigurbjörg Fjölnisdóttir 11 ára: Ég er í leikhóp sem við vinkon- urnar stofnuðum og köllum Líf í lit. Ég er oft í fótbolta, les mjög mikið og hlusta á útvarp. Ég held mest upp á A-Ha og Ladda. Friðrik Sigurðsson 12 ára: Ég leik á trompet í Lúðrasveit Mosfellsbæjar þrisvar í viku og æfl handknattleik með 5. flokki Aftureldingar. Á daginn leik ég mér með vinum mínum og þegar ég hef ekkert sérstakt að gera gæti ég bróður míns. Hvað gerirðu í tómstundum? Unnið af Elvu Ólafsdóttur, Ásdísi Ómarsdóttur og Vilborgu Sigurðardóttur, nemendum Varmárskóla - í starfskynningu hjá Æskunni.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.