Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1988, Qupperneq 16

Æskan - 01.01.1988, Qupperneq 16
Aðdáendum svarað ... Alveg gífurlega þæ$ Bjarni Arason svarar spurningum aðdáenda Svo fór sem vænta mátti. Margir tóku tveim höndum tækifæri til að „rekja garnirnar“ úr Bjarna Arasyni. Spurning- ar voru af ýmsu tagi eins og þið sjáið - og dulnefnin líka. Að sjálfsögðu var „sjúk- legur aðdáandi“ eitt þeirra en meir komu á óvart MX21 og 087. Flestar spurninganna lúta að tónlist en forvitna langar líka til að vita hvort Bjarni sé alltaf góður strákur eða bara þegar hann er í heimsókn hjá ömmu - og ofarlega í hugum sumra er hvaða stærð af skóm hann notar. Að sjálfsögðu skín aðdáunin ljóslega í gegn: „Ætlarðu ekki að reyna að semja lög og texta (vonandi)? Finnst þér ekki alveg yndislega gaman að syngja og það svona rosalega vel?“ Og tvær vinkonur biðja um skýringu: „Af hverju ertu svona sætur?“ Hér er ekki rými fyrir öll þau skemmtilegu bréf sem Bjarna bárust en við getum ekki stillt okkur um að birta glefsur úr einu: Kæri ungi maður! Ég veit að ég er sein að skrifa en vonandi fáið þér þetta bréf samt. Ég á heima á sveitabæ í . . . Hvað finnst yður um sveitafólk? Ég á þá við svona al- mennt. Hvað fmnst yður um að syngja á tónleikum og ýmsum skemmtunum? Hvernig myndi yð- ur líka að fá söngvara með yður, t.d. mig (ég er kvenkyns en samt (!) bara hrifin af söng yðar) Leikið þér á hljóðfæri? Ég leik á nokkur hljóðfæri og hef komið fram bæði sem hljóð- færaleikari og söngvari. En aldrei neitt svo mjög opinberlega svo að mig langar virkilega að reyna mig en aðeins með einhverjum góð- um. Hvað sem svari líður þá fmnst mér þér hafa alveg gífurlega þægilega rödd. Að lokum: Mynduð þér vilja svara þessu bréft þó að það verði ekki birt í Æskunni? Gerið það, ég bið yður!! Yðar einlæg, Samviska raddarinnar. 16 Og þá er ráð að vinda sér í spurning- arnar. . . Hvar og hvenær ertu fæddur? í Reykjavík 13. júlí 1971. í hvaða stjömumerki? Krabbanum. Hefur þú átt heima annars staðar? Já, á ísafírði í fjögur ár, 3-7 ára. Hve mörg svstkini áttu? Fjögur, einn bróður og þrjár systur. Er Bjarai fullt nafn? Hvað ertu kallaður? Ég heiti Bjarni Andrés en er alltaf kallaður Bjarni. Viltu láta kalla þig Bjaraa látúnsbarka, Bjaraa Presley eða einfaldlega Bjaraa Ara? Fyrir alla muni aðeins Bjarna eða Bjarna Ara. Fyrst í stað hafði ég ekki mikið á móti viður- nefninu látúnsbarki en það er orðið leiði- gjarnt. Hve hár ertu? Hve þungur? Ég er 70 kíló og bara alveg nógu hár. . . Hveraig ertu eygður? Hvemig er hárið litt? Dökkskolhærður og bláeygur. . . .Hárið er ekki farið að þynnast að ráði - ef einhver velt- ir því fyrir sér. . . Hvaða skónúmer notar þú? 42 - og er oftast í rósóttum sokkum. . . í hvaða skóla ertu - og hefur þú verið? í fornámi í Iðnskólanum - áður í Hóla- brekkuskóla og Árbæjarskóla. Hefur þú verið í tónlistarskóla? Á hvaða hljóðfæri hefur þú lært? Já. 1 tónlistarskóla í tengslum við Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts í fimm ár. Kennari var Ólafur L. Kristjánsson. Og í Tónlistarskóla Reykjavíkur í eitt ár hjá Ásgeiri Steingríms- syni. Ég hef lært á trompet og lokið þriðja stigi. Það er ekki ólíklegt að ég haldi því námi áfram síðar. Hefur þú lært að syngja? Hefur einhver leið- beint þér? Nei. Hefur þú alltaf haft mikinn áhuga á tónlist? Já, svo lengi sem ég man eftir mér. Hefur þú ekki áhuga á öðru? Mér gefst ekki mikill tími til að sinna öðru en ég leik billjarð annað veifið. Hefur þig alitaf langað til að verða söngv- ari? Nei, það kom raunar svona allt í einu þegar ég kom úr mútum. Hve gamall varstu þegar þú söngst fyrst op- inberlega? Ég var fjórtán ára þegar ég söng með hljóm- sveitinni Vaxandi (hún hét Presleyvinafélagið í fyrstu - ) í skólum í Reykjavík. Ég tók svo þátt í söngvarakeppni á Bindindismótinu í Galtalækjarskógi 1986, nýorðinn 15 ára. Hefðir þú tekið þátt i látúnsbarkakeppninni ef Hjalti hefði ekki skráð þig? Sennilega ekki. Ég vissi af keppninni og hafði hugleitt þetta en í rauninni ætlaði ég mér ekki að taka þátt í henni. Ertu sviðshræddur? Ég kvíði því alltaf að koma fram en eftir að ég er kominn á sviðið hverfur sú tilfinning alger- lega. Hefur þér farið fram eftir að þú tókst þátt í keppninni? Já, það tel ég víst. Ég hef sungið mikið síðan. Hvað hefur þú starfað eftir keppnina? Ég hef haft nóg að gera sem söngvari. Semurðu lög - eða texta? Nei, ég hef ekki gert það. Að því kann að koma en mér finnst of mikið um að menn láti frá sér tónsmíðar sem ekki eru nógu vandað- ar. Hver er eftirlætissöngvari þinn? ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.