Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1988, Side 17

Æskan - 01.01.1988, Side 17
Tvímælalaust Elvis Presley. Af íslenskum söngvurum Egill Ólafsson. Hver er eftirlætissöngkona þín? Whitney Houston. Ég geri ekki upp á milli íslenskra söngkvenna. Áttu þér eftirlætishljómsveit? Eg hef mest dálæti á Stuðmönnum. Hvemig tilfinning fylgir því að verða skyndi- lega þekktur? Því er erfitt að lýsa. Hún er skrýtin - því að það er erfitt, æðislega erfitt. Því fylgdi mikil breyting, ekki á mér sjálfum að mér finnst heldur viðhorfi annarra til mín. Hvað finnst þér best við að vera þekktur? En verst? Best finnst mér að hafa getað helgað mig tón- list. Það versta er kjaftasögur og að oft er ver- ið að abbast upp á mig - það er kallað á mig á götu, kippt í mig í mannþröng og fleira smá- legt sem er þreytandi til lengdar. Er væntanleg hljómplata, sem þú syngur á, á næstunni? Já, ég er að vinna að „sóló“plötu (einsöngs-) sem á að koma út í sumar. Jakob Magnússon er framleiðandi en Skífan mun gefa hana út. Á henni verða bæði frumsamin lög og gömul í nýjum búningi. Hefurðu haft góðar tekjur af söngnum? Ég þarf ekki að kvarta - en það verður enginn ríkur af slíku hérlendis. Hvað hyggstu starfa í framtiðinni? Ég hef hug á að starfa sem tónlistarmaður - á hvaða sviði sem það verður. Ertu á föstu? Ég vísa til þess sem ég sagði í viðtali í Æsk- unni í fyrrahaust. („Ég vil ekkert láta hafa eftir mér. Það skiptast á skin og skúrir í heimi ástamálanna eins og allir vita.“) Hvemig lítur draumaprínsessan út? Þessu er óvarlegt að svara. Það er svo margt „Fyrir alla muni aðeins Bjarna .“ fallegt við konur og margar konur fallegar, hver á sinn hátt. Ferðu oft í bíó? Hver er eftirlætisleikari þinn? Hver er besta kvikmynd sem þú hefur nýlega séð. Ekki oft - en gjarna ef ég hef tök á. Leikarar eru margir góðir, en mér finnst Eddie Murphy einna bestur. Besta myndin er „Hin- ir vammlausu" en sú skemmtilegasta „La Bamba“. Ferðu oft í leikhús? Nei - en ég hef lengi haft áhuga á leiklist. Hefurðu stundað íþróttir? Já, ég æíði fótbolta með Fylki. Hvert er eftirlætisknattspymulið þitt? Liverpool. Hvemig vilt þú lýsa persónugerð þinni? Það er nær að aðrir dæmi um hana. Mér finnst að ég sé í rauninni dálítið streittur (stressaður) að eðlisfari - en þó rólegur og seinreittur til reiði. Hins vegar reiðist ég hast- arlega ef það gerist á annað borð. Hver er besti vinur þinn? Ég á marga góða vini. Finnst þér gaman að skrifa bréf? Ekki fram úr hófi. . . Hvaða bifreiðategund vildir þú helst eiga? Það gæti verið BMW. Hver er eftirlætisréttur þinn? Hamborgarahryggur. Hvar í veröldinni vildir þú helst eiga heima? Ég hef nú ekkert hugsað út fyrir landsteinana en ef eitthvað annað yrði síðar upp á teningn- um finnst mér líklegast að ég stefndi á Banda- ríkin. Reykir þú? Nei. Syngur þú ekki bráðum fyrir norðan, t.d. á Akureyri? Ég á ekki von á að það verði fyrr en í sumar. Þá geri ég ráð fyrir að fara hringinn í kringum landið, sennilega með eigin hljómsveit. Spurningarnar eru teknar úr bréfum frá: Dísu, Völu, Lillu, Hrund, Línu S. og Guðrúnu M. Hreiðarsdætrum, Selmu H. Pálsdóttur, Halldóru G. Hinriksdóttur, Sigurbjörgu Guðjónsdóttur, Sól- eyju Einarsdóttur, Krissu, Jónu spóalegg, Einni úr Mosó, Opal, Nafnlausri, Sjúklegum aðdáanda, MX21, Einum öruggasta aðdáanda Bjarna, 750507, Mýslu, 087, Æðislegum aðdáanda og tvcim stúlk- um sem nefna sig Þú og ég. Jón Páll Sigmarsson, „sterkasti maður heims,“ svarar aðdáendum í 3. tbl. Æskunnar. Spurningar þurfa að berast fyrir 1. mars nk. ÆSKAN 17

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.