Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1988, Side 18

Æskan - 01.01.1988, Side 18
Föndurdagur P i _ x ' i /1 _ r i • o . • Svona er það í Skútuskóla - framhaldssaga eftir Iðunni Steinsdóttur I þessu blaði og þeim næstu ætla ég að segja ykkurfrá Skútuskóla. Hann er enginn venjulegur skóli eins og þið sjáið þegar þið lesið söguna. Skútuskóli er góður skóli. Börnin þar eru alltaf í góðu skapi eða næstum því. Kennararnir eru líka oftast glaðir. í Skútuskóla eru sumir litlir, aðrir stórir, sumir feitir, aðrir mjóir. En allir eru ánægðir með lífið. Það er bara eitt sem er dálítið erfitt. Stofurnar eru svo litlar en börnin svo mörg. Þegar börnin eru sest við borðin sín og búin að hengja skóla- töskurnar á krókana þá er ekkert pláss fyrir kennarann. Það er að segja ekki á gólfinu. Hins vegar er nóg pláss í loftinu. Þess vegna ferðast kennarinn um á kaðli sem hangir niður úr loftinu. Alveg eins og Tarsan. 18 Fía og Frikki eru nemendur í Skútuskóla. Kennarinn þeirra heitir Margrét. Hún er kölluð Magga sveifla af því að hún er svo dugleg að sveifla sér á kaðlinum. Einn daginn áttu þau að föndra. Þau hafði hlakkað mikið til af því að þeim þótti svo gaman að föndra. Magga kennari kom með alla vega litan pappír. Þau áttu að búa til mósaik- myndir. Þau rifu pappírinn í smá- búta sem þau ætluðu að líma á stór spjöld. Þegar þau voru búin að rífa niður pappírinn byrjuðu þau að kalla: - Spjöld, Magga, spjöld, við viljum fá spjöld! - Já, nú kem ég með spjöldin, hrópaði Magga sveifla, og sveiflaði sér af stað í glæsilegum boga með öll spjöldin undir annarri hendinni. En þá fór heldur illa. Magga var nefnilega í víðu og síðu pilsi. Þegar hún sveiflaði sér varð svo mikill súgur að allir marglitu htlu bréfsneplarnir fuku út í loftið. Þeir fuku um allt. Það var engu líkara en komin væri hríð. Ekki venjuleg hvít snjókoma, heldur gul og rauð og græn og blá. Öll börnin æptu. Það var meiri hávaðinn. Svo stukku þau upp á borðin og reyndu að ná í litlu sneplana. Þeim fannst þetta ógurlega gaman. Þegar Magga var búin að afhenda öll spjöldin settist hún aftur við borðið sitt. Þá kyrrði í stofunni. ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.