Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1988, Page 22

Æskan - 01.01.1988, Page 22
Frá ýmsum hliðum Þriár n ¥>••• w / ^ Sr. Björn Jónsson sóknarprestur Þegar ég var drengur var ég áskrifandi að Barnablaðinu Æskunni og er það enn í dag þótt kominn sé ég á sjötugsaldur. Blaðið hefur alla tíð verið íslenskri æsku mikill gleðigjafí og heilnæmur fróðleiks- brunnur. Eitt af höfuðmarkmiðum Æskunnar hefír jafnan verið í því fólgið að hvetja lesendur sína til fagurrar framkomu og ábyrgrar breytni í lífi og störfum. Þess vegna er Æskan líka bindindisblað, af því að bindindi hlýtur alltaf að vera for- senda fegurðar og hamingju í mannlegu lífí. Mig langar til, kæru ungu lesendur, í þessum stutta pisth mínum að segja ykk- ur frá þremur myndum sem ég sá þegar ég var barn eða unglingur og höfðu djúp áhrif á mig. Tvær þær fyrrnefndu birtust mér einmitt á blöðum Æskunnar. Fyrri myndin er af höggmynd eða lág- mynd eftir frægan, erlendan hstamann. Hún sýnir okkur tötrum klædda konu með þrjú ung börn, tvö sitt til hvorrar hliðar og eitt í fanginu. Við fætur þeirra liggur faðirinn og fyrirvinnan, í forinni, ataður skarni, ofurölvi. Myndin heitir: „Á launagreiðsludag- inn“ og segir sína átakanlegu sögu án nokkurra útskýringa. Ég man hve ég kenndi sárt í brjósti um þessa bágstöddu fjölskyldu og í huga mínum var það engum vafa bundið að það var vínið sem þarna var bölvald- urinn mikh. En sjón er sögu ríkari. Horfðu á myndina sem fylgir þessari grein minni. Það er ekkert ósennilegt að hún tali til þín á svipaðan hátt og hún talaði til mín forðum daga. Önnur mynd í Æskunni sýndi vínglas. Á botni þess hringaði sig andstyggileg eiturnaðra. Þessi mynd hlaut að vekja hvern þann sem virti hana fyrir sér til umhugsunar. Og ekki var textinn, sem fylgdi, síður áhrifaríkur. Það var þessi al- vöruþrungna aðvörun úr Orðskviðum Salómons: „Horfðu ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og renn- ur ljúflega niður, að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra!“ Vel má vera að slíkur áróður, sem hér er á borð borinn, þyki ekki mikils virði nú, ekki nútímalegur að minnsta kosti. Nú segja þeir sem telja sig allt vita í þess- um efnum að það eigi að fræða um þessa hluti fremur en aðvara, upplýsa fremur en innræta. Þess vegna, meðal annars, eru þeir svo margir, unglingarnir í dag, sem verða að kynnast því af eigin sárri raun að áðurnefnd tilvitnun í hinn djúp- vitra Salómon er ekki bara orðskviður úr forneskju heldur ægilegur raunveruleiki, ægilegri en nokkur maður getur gert sér í hugarlund. Horfðu á myndina af vínglasinu, þú sem þetta lest, og greyptu hana í huga þér og leyfðu henni að hjálpa þér til að láta áfengisnöðruna aldrei ná fangstað á þér. Og þá kem ég að þriðju og síðustu myndinni sem mig langar til að segja ykkur frá. Hana sá ég í barna- og unglingablaði sem eitt sinn kom út hér á íslandi, hét Ungi hermaðurinn og var gefið út af Hjálpræðishernum. Hún sýndi tvo menn í fögru umhverfi sem stóðu hvor andspænis öðrum. Ann- ar þeirra var unglingur, fríður og ítur- vaxinn. Æskan og sakleysið ljómuðu í svip hans og lýstu af framkomu hans allri. Gegnt þessum fallega unghngi stóð sjálfur vínguðinn. Hann var einnig á margan hátt glæsilegur á að hta en ein- hverjum köldum óhugnaði stafaði frá honum. Hann rétti aðra höndina fram, í áttina til sveinsins unga, og bauð honum með ögrandi undirferlisglotti að bragða á vínberjaklasa sem hann hélt á. í hinni hendinni, sem hann hélt fyrir aftan bak, hafði hann dáhtla körfu og upp úr henni teygði ógeðsleg eiturnaðra höfuð sitt. í skýringartexta, sem fylgdi mynd- inni, var sagt frá því að um leið og unglingurinn þægi boð vínguðsins og færi að neyta hinna úthtsfögru og ginn- andi ávaxta sem fram voru réttir myndi naðran hefía sig upp úr körfunni, teygja sig fram yfir öxl húsbónda síns og bíta sveininn íturglæsta lífshættulegu eða jafnvel banvænu eiturbiti. Hér er auðvitað aðeins um táknmynd að ræða og kannski er hún ekki heldur nógu nýtískuleg til þess að vera tekin gild sem bindindisboðskapur á okkar dögum. En eigi að síður hlýt ég að full- yrða, samkvæmt margfaldri reynslu, að hún er átakanlega sönn. Þeir eru of margir, já alltof margir, bæði karlar og konur hér á landi sem bera á sér greini- leg merki um eiturbit áfengisnöðrunnar. Og eitt er alveg víst: Áfengið veitir þeim sem neytir þess aldrei sanna en ætíð falska gleði. Og sú „gleði“ getur orðið svo dýru verði keypt að ævin end- 22 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.