Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1988, Page 32

Æskan - 01.01.1988, Page 32
Stefnumótið Unglingasaga eftir Eðvarð Ingólfsson Svenna ílnnst hann hafa setið heila eilífð í herberginu og horft út um gluggann þegar Doddi birtist. - Hvað er að? spyr Doddi eins og asni - sakleysið uppmálað. Hann stígur var- lega tvö skref inn í herbergið og stað- næmist. Svenni segir ekki orð og horfir áfram út um gluggann. Hann veit ekki hvort hann á að öskra eða gráta af bræði. Líf hans er í rúst. Doddi er ekki frændi hans lengur, - hann hatar hann. - Ætlarðu ekki að svara mér? spyr Doddi ráðvilltur og stendur í sömu spor- um eins og hann vogi sér ekki nær. Hann veit trúlega upp á sig skömm- ina. - Ég er bara að horfa út, svarar Svenni og finnst rödd sín hljóma undar- lega. Doddi veit líklega betur. - Hún er að spyrja eftir þér, segir hann varfærnislega. - Hver? - Nú, Agnes. Hver önnur? - Hvað vantar hana? - Vantar hana? Þú spyr eins og fáráð- lingur. Bauðst þú henni ekki hingað? Spyrðu hana sjálfur. - Ég gat ekki betur séð áðan en þú hefði meiri áhuga á henni en ég. Þú ætl- aðir að gleypa hana. Hvernig datt þér í hug að bjóða henni upp þegar við vorum að tala saman? - Góði, láttu ekki svona. Hún bíður! Doddi reynir greinilega að gera lítið úr öllu. Hann er vandræðalegur. Hugur Svenna er á fleygiferð. Hann veit varla hvað hann á að taka til bragðs. Ekki getur hann horft út um gluggann til eilíðar. Á hann að þora fram? Sér Agnes þá ekki strax á honum að hann var í fýlu? Nei, hann verður að fara fram. Doddi er vís með að segja krökkunum frá því 52 að hann sé í fýlu og þau myndu hlæja að honum. Agnes yrði móðguð ef hann tal- aði ekkert meira við hana og ryki kannski út. Hann er sá eini sem hún kannast eitthvað við í veislunni. En Dodda verður síður en svo fyrir- gefið í bráð! Hann fær að vita síðar hvar Davíð keypti ölið. Svenni sendir honum ljótt augnaráð um leið og hann gengur fram hjá honum. - Þú bara hvarfst? segir Agnes bæði glaðlega og ásakandi þegar hún sér hann aftur. Ég hélt að þú værir farinn. Svenni er fremur vandræðalegur og lætur sig falla niður í stól gegnt henni. - Ég. . . ég fór að skoða nýtt forrit í tölvunni hjá Dodda á meðan þið dönsuð- uð. - Varstu nokkuð spældur yfir því að ég dansaði við frænda þinn? spyr hún blátt áfram. Hann verður alveg eins og kleina, veit varla hverju hann á að svara. Hún hefur þá séð í gegnum hann. Hann hristir höfuðið. - Nei. . nei. Hún skiptir sem betur fer um um- ræðuefni og spyr Svenna um systur hans, sem er jafngömul henni og líka í handboltanum. Annað veifið bjóða krakkar sér sæti við hliðina á þeim og blanda sér í samtal þeirra. Svenni er ekki hrifinn af því. Hann vill að þau Agnes fái að vera í friði. Stundum eru þau ein og þá kjaftar á þeim hver tuska. Doddi heldur sig í mátulegri fjarlægð frá þeim. Líka eins gott fyrir hann. Þegar þau hafa setið í eina og hálfa klukkustund stendur Agnes upp og seg- ist þurfa að fara, hún hafi lofað systur sinni fyrir mörgum dögum að passa fyrir hana, - löngu áður en hún vissi af því að Svenni kæmi í bæinn. - Geturðu alls ekki verið lengur? spyr Svenni miður sín. Honum finnst að þau séu rétt byrjuð að kynnast. Hann hefði gjarnan viljað dansa einn rólegan dans við hana. Vita hvar hann hefði hana! - Nei, ég get ekki svikið hana, segir Agnes í þeim tóni að henni þyki líka leiðinlegt að þurfa að fara. - En þú mátt koma með mér ef þú vilt, bætir hún við og gengur í átt að dyr- unum. - Hvort ég geri, segir hann óðamála og hjartað tekur viðbragð. Litlu seinna sitja þau í Leið 11. Stefn- an er tekin niður á Grensásveg. ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.