Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1988, Page 42

Æskan - 01.01.1988, Page 42
Vatnið setur svip sinn á jörðina. Það þekur þrjá fjórðu af yfirborði hennar og myndar úthöfin. Það skiptir um ham og svífur langt eða skammt um himinhvolfin í gervi ósýnilegrar vatnsgufu, breytist í dropa, ský og regn. Sumt af því tekur sér aldalangar hvíldir í jöklunum uns það skríð- ur í sjó fram og skilar sér heim til úthafanna á ný: Hátignarlegur borgarísjakinn brotnar í mola og bráðnar, vatnið heldur af stað í aðra ferð, einn hringinn enn. Vatnið er alls staðar, það foss- ar, streymir, kyrrist, gufar upp og fellur, færist í ýmsar áttir, út og suður, upp og niður, hátt yfir höfðum okkar, langt niðri í dimmum djúpum. Vatnið gerir gagn á ótal vegu. Við eigum því lífið að launa. Líf- ið, örverur, plöntur, dýr og menn, öll þurfum við vatn og er- um meira að segja vatn að vissu marki. Og vatnið ræður meiru um menningu og lífshætti en valdamenn þjóðanna allir til sam- ans. Veður, h'fsskilyrði djúpt í sjó og á þurru landi, vellíðan mann- anna fer eftir vatninu. Er það kalt eða heitt, nóg, of eða van? Já, of eða van. Það er nefnilega ekki rétt að vatnið sé alls staðar. Sums staðar háttar svo til að lítið sem ekkert regn fellur til jarðar að jafnaði. Landið er þurrt og eyðimerkur myndast og haldast við. Gróður er af skornum skammti og dýralíf fáskrúðugt. Lengi, lengi hafa slík land- svæði þótt lítt girnileg til búsetu. Svalandi vatnið fór í farvegum um sólbrennd löndin á leið sinni frá regnsælum upptökum víðs fjarri. Menn sóttu vatn í lækinn, báru það burt í ílátum, smáum og stórum. Þeir báru það langt eða skammt, þeir skiptu því með sér í sátt og samlyndi eða börðust um það með hnúum og hnefum. Smám saman tóku menn að veita vatni víðar en það rann af „sjálfu sér“. Jörðin huldist gróðri og menning tók að blómstra þar sem áður var ólíft. Forn-Egyptar notfærðu sér árstíðabundin flóðin í Níl en annars staðar var vatninu fleytt áfram án slíkrar hjálpar af náttúrunnar hendi. Fyrir meira en fjögur þúsund árum höfðu menn grafíð áveituskurði, búið til stíflur og jafnvel lítil stöðuvötn. Reglur um vatnsmiðlun má finna í lögbók Hammúrabís frá því um árið 2000 f.Kr. Vatnsveitur voru gerðar í Perú fyrir daga Inkaveld- isins. Þannig mætti lengi telja. Hohokam-vatnsveitan: löng og langlíf Nýlegar hafa bandarískir forn- leifafræðingar grein frá stór- merkilegum fornleifagrefti í Ar- izona í Bandaríkjunum. Upp- gröfturinn fór fram á vegum Þjóðminjasafns Arizona-ríkis á ár- unum 1973 til 1978. Víðáttumikið áveitukerfi Indíánaþjóðar að nafni Hohakam var grafið upp og kannað. Vatnsveita þessi var lögð á tímabilinu 850 til 1450 e.Kr en vitað er um aðrar miklu eldri. Á loftmyndum frá ýmsum tím- um undanfarin 50 ár mótar greinilega fyrir hundruðum áveitu- skurða og þar á meðal nokkurra þeirra sem nú hafa verið grafnir upp. Rannsóknir þessar bregða ljósi á áveitutækni og þjóðfélag Hohokam-Indíána. Með fram- kvæmdum nýrri tíma, byggingu húsa, háhýsa og gerð vega og hraðbrauta, hefur mikið af þess- um dýrmætu menjum eyðilagst en enn má þó finna óskemmda skika sem bera vitni um blómlega fortíð staðarins. Hohokam-þjóðin bjó um mið- ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.