Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1988, Qupperneq 50

Æskan - 01.01.1988, Qupperneq 50
Attu eitthvað til skipta? Hæ, hæ, safnarar! Ég vil afar gjarna fá allt sem tengist Greifunum: Veggmyndir, límmiða, myndir, viðtöl, auglýsingar og eigin- handaráritanir. Engu skiptir þó að það sé eldgamalt. í staðinn get ég látið hitt og þetta sem minnir á A-HA, Boris Becker, Cyndi Lauper, David Bowie, Dolp Lundgren, Depeche Mode, Duran Duran, Eurythmics, Europe, Five Star, Falco, Limahl, Madonnu, Modern Talking, Nenu, Nick Kers- haw, Poul Young, Prince, Queen, Rob Lowe, Rod Stewart, Söndru, Söndru Kim, Samönthu Fox, Tínu Turner, Wham, Whitney Houston - og marga aðra. Eva Valsdóttir, Nýjabœjarbraut 5 b, 900 Vestmannaeyjum. Sæl, Æska! Ég hef áhuga á að skipta munnþurrk- um, glansmyndum og límmiðum. Guðbjörg Elín Þrastardóttir, Helluhóli 3, 360 Hellissandi. Kæru safnarar! Ég er ellefu ára og hef ákafan áhuga á að safna límmiðum. Ég á límmiða af ótal mörgu tagi og vil óðfús skipta. Ég get líka látið veggmyndir fyrir límmiða. Jóna S. Sigurðardóttir, Stekkjarkinn 7, 220 Hafnarfirði. Sæl og blessuð, Æska og lesendur! Ég á ýmsar veggmyndir sem ég vil láta í skiptum fyrir hvaðeina sem tengist Five Star. Ég er svo ákafur aðdáandi þeirra. Verið nú snjallir, safnarar, og skrifið mér. Erla Hlynsdóttir, Árstíg 3, 710 Seyðisfirði. Safnarar góðir! Vill einhver láta íslensk frímerki fyrir erlend? GuðmundurJ. Gissurarson, Jörfabakka 28, 109 Reykjavík. Hæ, hæ, safnarar! Ég er að drukkna í veggmyndum! Ég legg ekki í að telja upp alla söngvara, leikara og hljómsveitir sem ég á myndir af. En ég vil fá frímerki, spil, munnþurrkur og límmiða ef einhver vill skipta við mig. Sigrún Maria Ámadóttir, Brautarholti 10, 300 Akranesi. Hæ, krakkar! Þið megið gjarna senda mér úrklipp- ur og veggmyndir af Madonnu, Whitney Houston, A-HA og Michael Jackson. Halla Guðmundsdóttir, Sólbraut 15, 170 Seltjamamesi. Komið þið sæl! Ég safna límmiðum, myndum, vegg- myndum og öllu sem snertir hljóm- sveitina Poison. Vill einhver skipta? Ég sendi límmiða í staðinn. Þorbjörg Bjömsdóttir, Baldursbrekku 12, 640 Húsavík. Sæl, Æska! Ég heiti Lilja og á heima í Hafnar- firði. Mig langar að biðja krakka að hringja til mín eða skrifa mér ef þeir eiga myndir, veggmyndir, greinar eða eitthvað annað sem lýsir Bon Jovi (það má vera eldgamalt) Ég á margt að senda að launum, t.d. myndir af A-HA, Evrópu, Madonnu, U2, White Snake (Hvítum snáki), Whitn- ey Houston, Five Star (Fimm stjörn- um), Kiss (Kossi), Billy Idol, Duran Duran, Spandau Ballett, Don John- son, Sylvester Stallone, Michael J. Fox og Bruce Willis. Lilja B. Baldvinsdóttir, Suðurvangi 10, 220 Hafnarfirði. Sími (91-) 52021 Sælir, safnarar! Viljið þið skipta á glansmyndum, munnþurrkum, límmiðum, bréfsefn- um, frímerkjum, barmmerkjum o.íl.? Ég er 12 ára og heiti Petrína Þórarinsdóttir, Tjamarholti 7, 675 R'aufarhöfn. Heilir og sælir, safnarar! Ég er einlægur aðdáandi hljómsveit- arinnar Evrópu. Ef þið sendið mér límmiða eða eitthvað annað sem sýnir eða segir frá hljómsveitinni hlýt ég að geta grafið eitthvað upp sem ykkur geðjast að - veggmvndir, glansmynd- ir eða munnþurrkur. Valgerður Þórarinsdóttir, Valdalœk, 531 Hvammstangi. Hæ, krakkar! Eigið þið ekki veggmvndir með Ma- donnu og Samönthu Fox? Ég get lát- ið á móti myndir af A-HA og Mandy Smith. Fjóla Valsdóttir, Fremri-Hlíð, 690 Vopnafirði. ;;i j j r15 avmir Kathrine Dypsund, Söndre Elvgate 12, 1500 Moss, Norge. 15 ára stúlka sem óskar eftir pennavin- um á öllum aldri. Helstu áhuga- mál: Ferðalög og tónlist. Hún svarar öllum bréfum. Monica Bjelland, Breivik Camp. 4897 Humborsund. 11-14 ára. Er sjálf 12 ára. Áhugamál: Pennavin- ir, strákar, lestur, bréfaskriftir o.fl. Þeir fyrstu sem skrifa fá svar. Christina Jonsson, PI 4261 Gendalen, 46600 Sollebrunn, Sverige. Er 13 ára og langar til að skrifast á við stelpur á sama aldri. Áhugamál: Tónlist og gæludýr. Maria Hemgárd, Högbergsvagen 18, 68630 Jakobstad 3, Finland. Er 15 ára og óskar eftir pennavinum á svipuðum aldri. Áhugamál: Hest- ar, tónlist o.fl. Skrifar á ensku og sænsku. Emmanuelle James, 4 place des vanniers, S 1450 Soisy sur Seine, France. Er 16 ára. Áhugamál: Frímerkjasöfnun, tónlist, íþróttir, lestur og bréfaskriftir til vina. Skrifar á ensku og frönsku. Katja Gerdts, Widukindstr. 15, 2940 Wilhelmshaven, Bundesrepublik Deutschland. Er 17 ára. Dáir ísland. Hefur lesið um landið og séð sjónvarpsmyndir. Vill því afar gjarna skrifast á við íslenska stúlku á sama aldri. Áhugamál: Ballett, hestamennska og kanínur. Skrifar ensku og þýsku. Kim Nedergárd Jensen, Mágevej 7, 8544 Morke, Danmark. Vill skrif- ast á við 9-11 ára strák og gjarna skipta á frímerkjum. Er sjálfur 10 ára. Skrifar á dönsku. Rosa Maria Olivan, Vara del Rey 32-5 DCHA, 2600 2 Logrono, (La Rioja), Espana. Er 19 ára og vill skrifast á við pilta og stúlkur. Áhugamál: Tónlist, íþróttir, kvik- myndir og bréfaskriftir. Safnar frímerkjum, mynt, póstkortum, límmiðum o.íl. Skrifar frönsku, spænsku, þýsku og getur bjargað sér á ensku. 50 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.