Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1988, Side 13

Æskan - 01.03.1988, Side 13
Policman’s Third Ball“, tvíleika Mark og gítarsnillingurinn Chet Atk- m3 gamla sígildinginn hans Johns Lennons, „Imagine". Útkoman er nokkuð athyglisverð þó svo hún hverfi e.t.v. í skuggann fyrir lögum Peters Gabríels, Jacksons Browns, Kötu Bush, Lous Reeds, Erasure, Duran Duran (?!) o.m.fl. - hvað vin- sældir varðar. Bítlavinafélagið Kæri Poppþáttur. Mig langar til að biðja þig um upp- lýsingar um Bítlavinafélagið. íris, Kirkjubœjarklanstri. Bítlavinafélagið mun hafa orðið til begar Jón Ólafsson, útvarpsmaður og þáverandi Possibillís-hljómborðsleik- ari> setti upp sérstaka minningardag- skrá um John heitinn Lennon, fyrr- verandi forsprakka Bítlanna bresku. í kjölfarið fylgdi platan „Bítlavinafé- lagið til sölu“. Þar fluttu þeir Jón áð- urnefndi, Eyjólfur Kristjánsson söngvari, Stefán Hjörleifsson gítar- leikari, Haraldur Þorsteinsson bassa- leikari og Rafn Jónsson trymbill nokkur lög sem John Lennon hafði gert vinsæl, s. .s „Oh Yoko“ og nStand By Me“. Ári síðar sendi Bítla- vinafélagið frá sér plötuna „Bítlavina- félagið býr til stemmningu“, en á henni voru frumsamin lög í anda Bítlanna. Til gamans má geta þess að Rafn, trymbill Bítlavinafélagsins, er sa sami og leiðir hina ágætu hljóm- sveit Grafík. Billy Idol Kæra Popphólf! Getur þú sagt mér frá Billy Idol og haft veggmynd af honum? Birkir. Billy Idol fæddist 30. nóvember 1955 í Englandi. Honum var gefið nafnið William Broad (Vilhjálmur Breiði) en þegar hann fór að syngja með hljómsveitum varð að breyta nafninu lítillega. Billy Idol tók virkan þátt í pönkbyltingu Sex Pistols og Clash ’76-’77. Þá söng hann með hljómsveitinni Generation X. Hljóm- sveitin náði þokkalegum vinsældum en Billy var ekki ánægður. Hann fluttist til Bandaríkjanna og komst undir verndarvæng umboðsskrifstofu bárujárnssveitarinnar Kiss. Umboðs- skrifstofan kunni tökin á poppmark- aðnum og von bráðar var hann kom- inn með röð laga í efstu sæti banda- ríska vinsældalistans, s.s. „Eyes Without A Face“ (Augu án andlits), „Sweet Sixteen“ (Indæl sextán) og „Mony, Mony“. (Rétt stafsetning er raunar money og merkingin peningar en hér fer best á að segja: Aurar, aur- ar) Æskan hefur þegar birt veggmynd af Billy Idol en ef margir biðja um nýja veggmynd af honum er til í dæminu að orðið verði við þeim ósk- um. Whitney Houston Hæ, hæ, kæra Popphólf! Ég veit ekkert um Whitney Houst- on, ég á engar myndir af henni og engin plaköt með henni. Það væri æði ef þið bættuð úr því. Auður Kristírt, Kambaseli 38, Reykjavík. Ef þú flettir upp í nokkrum síð- ustu tbl. Æskunnar þá getur þú séð að Withneyju hafa verið gerð nokkuð góð skil, bæðið í myndum og máli. Hún er meira að segja á veggmynd í þessu blaði. Við það er að bæta að breska blaðið RM hefur tekið saman hsta yfir söluhæstu poppara beggja vegna Atlantshafsins árið 1987. Nið- urstaðan varð þessi: 1. Whitney Houston með 387 stig (var nr. 2 ’86) 2. U2 með 383 stig (komst ekki á blað ’86) 3. Madonna með 378 (var nr. 1 ’86). 13

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.