Æskan - 01.03.1988, Side 20
Æskumaður
Frá ýmsum hliðum
Vilt þú leggja góðu máli lið?
Hilmar Jónsson stórtemplar skrifar:
Einu sinni sem oftar fór ég rétt fyrir
jól á AA-fund en svo nefnist félags-
skapur áfengissjúklinga sem reyna að
hjálpa hver öðrum til að lifa lífinu án
áfengis og vímuefna. Margir þátttak-
endur voru mjög ungir. Mér eru
minnisstæð orð eins þeirra sem þarna
voru. Hann sagði:
„Nú standa vonir til að ég verði
ófullur um þessi jól. Áður var því
öðru vísi farið. Þá svaraði ég konu
minni ætíð á sama veg þegar hún bað
mig um föt handa dætrum okkar:
„Geturðu ekki stækkað kjólana
þeirra?“
Síðan fór ég beina leið niður í
áfengisútsölu og keypti áfengi fyrir
mun hærri upphæð en konan bað um
og var drukkinn allar hátíðarnar.
Nú vona ég,“ sagði hann, „að ég
verði ódrukkinn um þessi jól og laun
mín fari í jólagjafir til fjölskyldunnar
en ekki í brennivín.“
Þessi saga varpar ljósi á áfengisböl-
ið í landinu. Vísindamenn segja að af
hverjum tíu, sem neyta áfengis, verði
að minnsta kosti einn áfengissjúkl-
ingur.
Öllum foreldrum þykir vænt um
börnin sín og þeir vilja flest fyrir þau
gera. Áfengisneysla getur hins vegar
leitt hvern sem er í blindgötu eins og
þann sem hér var frá sagt, svipt hann
viti og vilja og að lokum gert hann að
rekaldi.
Því er það að við bindindismenn
viljum minnka að mun áfengis- og
fíkniefnaneysluna og draga með því
úr áfengisbölinu.
Hér getur unga fólkið haft veruleg
áhrif. Margt ungt fólk hefur hætt að
reykja. Samt er það staðreynd að
reykingar eru síður en svo hættulegri
fyrir heilsu fólks heldur en áfengi.
Enginn veit fyrir hvort hann þolir
20
áfengi. Öruggasta ráðið er að byrja
aldrei.
Æskuárin eru mikill mótunartími í
lífi hvers einstaklings. Þá liggja vegir
til allra átta eins og segir í kvæðinu.
Eitt erfíðasta vandamál þjóðanna
nú á dögum er baráttan við vímuefn-
in. Vilt þú leggja góðu máli lið?
Eitt þeirra félaga, sem berjast ge§n
áfengisbölinu, er Góðtemplarareglan’
einmitt sá félagsskapur sem gefur ut
þetta blað.
Vilt þú leggja góðu máli lið og ger'
ast þar liðsmaður?
Fyrir hann eru
föstudagar
upphaf leiðinda..
ÆSK^