Æskan - 01.03.1988, Síða 26
Skátaþáttur
80 ár eru nú liðin frá fyrstu skátaútileg-
unni á Brownsea-eyju - sem við getum
nefnt Brúnsjávar-eyju hér.
Gerðu þér í hugarlund að nú sé árið 1907
- þú sért 12 ára og fáir boð frá frægum
hershöfðingja og þjóðhetju um að fara
með honum í einnar viku útilegu til eyjar
þar sem eitt sinn var krökkt af sjóræn-
ingjum og smyglurum. Heldurðu að þú
tækir ekki boðinu tveim höndum?
Þetta gerðist einmitt fyrir 80 árum.
Robert Baden-Powell hershöfðingi bauð
21 dreng með sér í útilegu til þess að
reyna í verki skipulag ungmennastarfs
sem hann hafði gert sér í hugarlund að
vel gæti tekist og orðið mörgum til
ánægju og þroska. Ef til vill hcfði Baden-
Powell ekki unnið frekar að þessum mál-
um ef allt hefði ekki gengið að óskum.
En tilraunin heppnaðist og nú starfa um
18 milljónir drengja og stúlkna á þann
hátt sem hann hafði hugsað sér og í anda
hugsjóna hans.
Fyrirheitni staðurinn er lítil eyja og
fmnst ekki á landakorti þó að vel sé að
gáð. Hún er í sunnanverðu mynni
Temps-ár (Thames) um fimm ferkíló-
metrar að stærð. Ástæðan til þess að Ba-
den-Powell valdi þessa cyju var einfald-
lega sú að hann þekkti eigandann.
Tveir menn voru honum til aðstoðar,
vopnabróðir hans, Kenneth McLaren,
26~
og frændi hans Donald Baden-Powell.
Drengjunum var skipt í fjóra flokka:
Spóa, Úlfa, Uxa og Hrafna. Útilegan
hófst 1. ágúst 1907 en kvöldið áður höfðu
allir þátttakendur verið viðstaddir varð-
eld og þar voru þeir boðnir velkomnir.
Baden-Powell hafði einnig í hyggju að
athuga hvernig reyndist að skipa saman í
flokka drengjum sem voru misvel
menntaðir og höfðu alist upp við ólík
kjör. Því bauð hann drengjum bæði frá
ríkum og fátækum fjölskyldum. Hann
ritaði foreldrum þeirra bréf, skýrði ná-
kvæmlega hver væri tilgangur útilegunn-
ar og sagði fyrir um hvað skyldi haft
meðferðis. Ekkert átti að fá að ráðast af
sjálfu sér.
Baden-Powell vakti drengina á hverj-
um morgni með því að blása í Cudo-
hornið, villidýrahorn sem hann hafði
komið með frá Afríku. Fyrir hádegi
æfðu þeir sig í að rekja spor og að skerpa
athyglina. BP kenndi það sjálfur enda
var þetta á kjörsviði hans. Liðsforingi úr
strandgæslunni kenndi hjálp í viðlögum
og brunavarnir og eftir hádegi fóru
flokkarnir á „hvalveiðar“ á tveimur bát-
um sem hann hafði fengið að láni. Þegar
kvölda tók var varðeldur tendraður og
BP sagði frá ævintýrum sínum í Indlandi
og Afríku. Um nætur héldu flokkarnir
vörð. BP hafði gaman af því að reyna að
sleppa fram hjá vörðunum!
Allt starf fór fram eftir flokkakcrfinu.
Hver flokkur hafði sitt eigið svæði og
Baden-Powell reyndi eftir frcmsta mcgni
að styrkja flokksandann, anda vináttu og
einingar innan hvers flokks.
Tilraunin á Brjáns-eyju heppnaðist
mjög vcl. Hugmyndir BP höfðu reynst
framkvæmanlcgar. Drengir af ólíkum
uppruna höfðu verið saman í útilegu og
voru orðnir góðir vinir. Þcir höfðu lært
margt og rcynt. Þcir voru farnir að skilja
hvað í því fólst að vera viðbúinn.
(Úr Skátaforingjanum; frcttabrcfi fyrir cldri ská,a'
- Þýtt úr cnsku)
ÆSKtf