Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 46

Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 46
Forn dæmisaga Þrjú skynsamleg ráð Frá Bandalagi kvenna í Reykjavík Eitt sinn gekk maður um garðinn sinn og var mjög ánægður. Allt í einu tók hann eftir ofurlitlum fugli sem hafði fest sig í snöru. Maðurinn tók fuglinn úr snörunni og ætlaði að fara með hann inn í húsið. En áður en hann komst inn fór fuglinn að tala og sagði: „Gefðu mér frelsið aftur, góði maður. Þú getur ekki haft neina ánægju af að halda mér. Hvaða gagn heldurðu að þú hafír af að loka mig inni í fuglabúri? Þú hefur enga ánægju af að horfa á mig því að ég er ekki fallegur, fjaðrir mínar eru mjög ósélegar. Ég get ekki á neinn hátt stytt þér stundir því að ég hef enga söngrödd eins og söngfuglar. Og til saðningar er ég þér ekki að neinu gagni þar sem ég er svo lítill að það munar þig engu þó að þú ætir mig. En ef þú sleppir mér get ég gefíð þér þrjú skynsamleg ráð sem þú getur haft gagn af meðan þú lifir.“ Maðurinn horfði undrandi á fugl- inn og sagði: „Þú segir líklega satt. Fallegur ertu ekki og ætilegur ertu ekki held- ur. Það væri varla ómaksins vert að opna munninn fyrir svo lítinn bita. Og fyrst þú getur ekki sungið mun ég litla ánægju hafa af þér. Þá er best að þú látir mig heyra þessi þrjú skyn- samlegu ráð. Ef þau eru góð skal ég sleppa þér.“ Þá sagði fuglinn: „Þú skalt ekki ergja þig yfir því sem hefur gerst og ekki er hægt að breyta. Óskaðu ekki neins sem ekki er hægt að uppfylla. Og reyndu ekki að ná því sem þú veist að ómögulegt er að fá.“ Þá segir maðurinn: „Þetta eru skynsamleg ráð sem þú 46i hefur kennt mér. Jæja! Þá skaltu fá frelsi þitt aftur.“ Og hann opnaði höndina sent hélt á fuglinum og hann flaug. En á meðan maðurinn var að hugsa um það sem fuglinn hafði sagt heyrði hann hvellan hlátur uppi í tré yfir höfði sér. Það var fuglinn sem sat uppi í trénu hlæjandi og horfði niður á manninn. „Þú ert líklega að hlæja af gleði yf- ir því að vera orðinn frjáls aftur,“ sagði maðurinn. „Að nokkru leyti,“ sagði fuglinn. „En meira þó að heimsku mannanna. Þið eruð heimskir þó að þið haldið að þið séuð vitrari en nokkur önnur dýr jarðarinnar. Ef þú hefðir verið kænn, bara ofurlítið kænni en ég, hefðir þú nú verið með allra ríkustu mönnum jarðarinnar.“ „Hvernig hefði það getað orðið?“ spurði maðurinn undrandi. „Það hefði orðið ef þú hefðir ekki látið mig lausan,“ sagði fuglinn, ,>þVI að nú get ég sagt þér að innan í mer er gimsteinn sem er stærri en nokk' urt hænuegg.“ Maðurinn varð svo steinhissa a hann stóð um stund og glápti á fugl' inn. Hann reif hár sitt í reiði og var nærri viti sínu fjær. En svo áttað1 hann sig og sagði í mildum og lok^' andi tón: „Kæri litli fugl. Nú heldur þú at þú sért ákaflega hamingjusamur a því að þú ert frjáls. En þú heiul gleymt snörunni sem þú festir þi8 1 áðan og þú hugsar ekki um þær h#ú' ur sem alls staðar bíða þín. Þú veísl kannski ekki að sumarið er nú brao um á enda og á eftir því kemur vettú og þá frýs vatn í öllum lækjum svo a þú færð ekki dropa að drekka. 0g ‘1 ökrunum nærðu ekki í eitt einas1*1 fræ til að sefa hungur þitt. Að enu ingu deyrðu úr kulda. En sjáðu til. Ég vil bjarga þér úr þessari ney fÆSKAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.